Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna fiskikars

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir í Vogum og Reykjanesbæ voru kallaðar út um klukkan 21:20 eftir að tilkynning barst frá íbúa í Vogum um hlut sem sést hafði í sjónum um 300 metra frá landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Um það bil 15 mínútum voru björgunarbátar komnir á vettvang. Stuttu síðar fannst tómt fiskikar fljótandi í sjónum. Tveir björgunarbátar halda áfram til á svæðinu til þess að leita af sér allan grun og staðfesta að fiskikarið sé hluturinn sem tilkynnt var um.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.