Innlent

Vordís kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vordís Eiríksdóttir.
Vordís Eiríksdóttir.

Vordís Eiríksdóttir forstöðumaður hjá Landsvirkjun var kjörin formaður Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær. Guðjón H. Eggertsson deildarstjóri hjá HS Orku og Maryam Khodayar ráðgjafi voru einnig kjörin í stjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku.

Vordís er jarðeðlisfræðingur og starfar sem forstöðumaður jarðvarmareksturs hjá Landsvirkjun sem rekur þrjár gufuvirkjanir; Kröflu, Þeistareyki og gufustöðina í Bjarnarflagi. Hún tekur við formennsku af Sigurði H. Markússyni viðskiptaþróunarstjóra hjá Landsvirkjun sem gegnt hefur formennsku í tvö ár.

Nýkjörin stjórn JHFÍ.

Guðjón H. Eggertsson starfar sem deildarstjóri auðlindastýringar hjá HS Orku. Maryam Khodayar starfar sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stundar jarðvísindarannsóknir í orkugeiranum. Þau taka við stjórnarsetu af Kristínu Völu Matthíasdóttur, HS Orku, sem setið hefur í stjórn frá árinu 2012 og Lovísu Árnadóttur, Samorku.

Stjórn JHFÍ skipa að loknum aðalfundi 2020:

Vordís Eiríksdóttir, formaður, Landsvirkjun

Daði Þorbjörnsson, ÍSOR

Guðjón H. Eggertsson, HS Orka

Gunnar Gunnarsson, Orkuveita Reykjavíkur

Lilja Tryggvadóttir, Mannvit

Maryam Khodayar, ráðgjafi

Sigrún Nanna Karlsdóttir, Gerosion



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×