Frosti telur sig heppinn að hafa ekki lent í klóm Þórhalls miðils Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2020 10:40 Frosti, sem ungur missti föður sinn, segir svo frá að Þórhallur miðill hafi bent honum á þann möguleika að koma í heimsókn. Frosti vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði verið móttækilegur boðskap miðilsins. Frosti Logason útvarpsmaður greindi frá því í morgun, í Harmageddon, þætti hans og Mána Péturssonar, að skömmu eftir fráfall föður hans hefði Þórhallur miðill nálgast sig og boðið honum heim til sín. Frosti segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst ef hann hefði verið opinn fyrir hugmynd um framhaldslíf og móttækilegur fyrir boðskap miðilsins. Þórhallur enn að við skyggnilýsingar og miðilsfundi Stöð 2 sýndi í gær áhrifamikið viðtal Frosta við Gísla Má Helgason sem greindi frá því að hann hafi verið kynferðislega misnotaður af Þórhalli miðli Guðmundssyni. Gísli Már hafði misst föður sinn af slysförum og Þórhallur misnotaði aðstöðu sína og traust Gísla Más sem þráði að komast í tengsl við látinn föður. Fyrr í þessum mánuði staðfesti Landsréttur 18 mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn öðrum þá ungum manni sem rímar í öllum aðalatriðum við frásögn Gísla Más. Frosti fór yfir sögu Gísla Más í útvarpsþættinum í morgun og greindi meðal annars frá því að hann hefði leitað Þórhalls í gær með það fyrir augum að fá fram viðbrögð hans við frásögn Gísla Más. Hann komst að því að Þórhallur er á Facebook, með fjölda vina og væri enn að með skyggnilýsingar og miðilsfundi. En Þórhallur hefur hins vegar útilokað (blokkað) Frosta á Facebook en Frosti telur það vera vegna fyrri samskipta þeirra og þeirrar staðreyndar að þegar ásakanir á hendur Þórhalli litu dagsins ljós fyrir mörgum árum hringdu þeir Máni í Þórhall og buðu honum að tjá sig um málið. Þórhallur skellti þá á Frosta. Þórhallur kom heim til Frosta eftir fráfall föður hans Frosti og Máni töldu sig upp í um fjögur hugsanleg fórnarlömb Þórhalls, í það minnsta og Frosti venti þá kvæði sínu í kross og greindi frá persónulegri reynslu sinni af Þórhalli. En Frosti missti föður sinn árið 2001. „Þá kom Þórhallur miðill heim til mín. Ég man ekki hvort það var að frumkvæði móður minnar eða einhver hafði bent henni á það. Og ég var einmitt að ræða það við mömmu mína í gær og hún sagði að eftir það kvöld, þegar Þórhallur kom þarna heim til okkar, þá hætti ég algjörlega að trúa á þetta bull. Því þetta var þvílíka steypan og ruglið,“ sagði Frosti. Þórhallur bendir Frosta á að heimsækja sig Það er nokkru síðar sem Frosti hitti Þórhall á Lynghálsi þar sem Stöð 2 og Bylgjan ásamt fleiri útvarpsstöðvum höfðu aðsetur sitt. „Þá hitti ég hann einmitt,“ segir Frosti en það var á þeim tíma sem Þórhallur var með útvarpsþátt á Bylgjunni. „Þá ýjaði hann heldur betur að því að ég ætti að koma til sín í heimsókn. Því hann gæti komið mér í samband við pabba. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda. En ég man bara að á þeim tíma þá trúði ég ekki á neitt svona, eftirlíf og þetta þegar pabbi minn dó. Þannig að ég man alveg þá tilfinningu þegar Þórhallur nálgaðist mig; hugsaði bara pufff, þvílíka ruglið. Gleymdu þessu vinur. En ef ég hefði trúað á þetta og látið til leiðast hvar það hefði endað? Maður veit það ekki.“ Þannig virðist ljóst að þetta er ekki einsdæmi heldur hafi Þórhallur miðill stundað þetta og leitað sérstaklega á drengi sem hafa misst feður sína. Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Frosti Logason útvarpsmaður greindi frá því í morgun, í Harmageddon, þætti hans og Mána Péturssonar, að skömmu eftir fráfall föður hans hefði Þórhallur miðill nálgast sig og boðið honum heim til sín. Frosti segist ekki geta hugsað þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst ef hann hefði verið opinn fyrir hugmynd um framhaldslíf og móttækilegur fyrir boðskap miðilsins. Þórhallur enn að við skyggnilýsingar og miðilsfundi Stöð 2 sýndi í gær áhrifamikið viðtal Frosta við Gísla Má Helgason sem greindi frá því að hann hafi verið kynferðislega misnotaður af Þórhalli miðli Guðmundssyni. Gísli Már hafði misst föður sinn af slysförum og Þórhallur misnotaði aðstöðu sína og traust Gísla Más sem þráði að komast í tengsl við látinn föður. Fyrr í þessum mánuði staðfesti Landsréttur 18 mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli vegna kynferðisbrots gegn öðrum þá ungum manni sem rímar í öllum aðalatriðum við frásögn Gísla Más. Frosti fór yfir sögu Gísla Más í útvarpsþættinum í morgun og greindi meðal annars frá því að hann hefði leitað Þórhalls í gær með það fyrir augum að fá fram viðbrögð hans við frásögn Gísla Más. Hann komst að því að Þórhallur er á Facebook, með fjölda vina og væri enn að með skyggnilýsingar og miðilsfundi. En Þórhallur hefur hins vegar útilokað (blokkað) Frosta á Facebook en Frosti telur það vera vegna fyrri samskipta þeirra og þeirrar staðreyndar að þegar ásakanir á hendur Þórhalli litu dagsins ljós fyrir mörgum árum hringdu þeir Máni í Þórhall og buðu honum að tjá sig um málið. Þórhallur skellti þá á Frosta. Þórhallur kom heim til Frosta eftir fráfall föður hans Frosti og Máni töldu sig upp í um fjögur hugsanleg fórnarlömb Þórhalls, í það minnsta og Frosti venti þá kvæði sínu í kross og greindi frá persónulegri reynslu sinni af Þórhalli. En Frosti missti föður sinn árið 2001. „Þá kom Þórhallur miðill heim til mín. Ég man ekki hvort það var að frumkvæði móður minnar eða einhver hafði bent henni á það. Og ég var einmitt að ræða það við mömmu mína í gær og hún sagði að eftir það kvöld, þegar Þórhallur kom þarna heim til okkar, þá hætti ég algjörlega að trúa á þetta bull. Því þetta var þvílíka steypan og ruglið,“ sagði Frosti. Þórhallur bendir Frosta á að heimsækja sig Það er nokkru síðar sem Frosti hitti Þórhall á Lynghálsi þar sem Stöð 2 og Bylgjan ásamt fleiri útvarpsstöðvum höfðu aðsetur sitt. „Þá hitti ég hann einmitt,“ segir Frosti en það var á þeim tíma sem Þórhallur var með útvarpsþátt á Bylgjunni. „Þá ýjaði hann heldur betur að því að ég ætti að koma til sín í heimsókn. Því hann gæti komið mér í samband við pabba. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda. En ég man bara að á þeim tíma þá trúði ég ekki á neitt svona, eftirlíf og þetta þegar pabbi minn dó. Þannig að ég man alveg þá tilfinningu þegar Þórhallur nálgaðist mig; hugsaði bara pufff, þvílíka ruglið. Gleymdu þessu vinur. En ef ég hefði trúað á þetta og látið til leiðast hvar það hefði endað? Maður veit það ekki.“ Þannig virðist ljóst að þetta er ekki einsdæmi heldur hafi Þórhallur miðill stundað þetta og leitað sérstaklega á drengi sem hafa misst feður sína.
Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira