Ólíklegt að Valgeir verði frá jafn lengi og margir telja | Vesen erlendis með félagaskipti Ara og Stefáns Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2020 15:00 Brynjar Björn vonast til að Valgeir Valgeirsson verði ekki frá lengur en viku. Vísir/Bára Dröfn Vísir ræddi við Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfara HK, um þau meiðsli sem liðið hefur orðið fyrir í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Einnig var hann spurður út í mál Stefáns Alexanders Ljubicic og Ara Sigurpálssonar en hvorugur þeirra er kominn með leikheimild. Eftir að missa Arnar Frey Ólafsson, markvörð, og Bjarna Gunnarsson í meiðsli gegn FH þá fóru hinn ungi Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson báðir út af í ótrúlegum 3-0 sigri liðsins á KR í Frostaskjóli um helgina. „Það er ekki alveg vitað með Valgeir þó það virðist hafa verið fjallað um það á öllum miðlum. Þetta gætu verið nokkrir dagar eða jafnvel vika. Við vitum það ekki alveg í dag en fáum að vita meira í dag eða á morgun,“ sagði Brynjar Björn spakur varðandi meiðsli Valgeirs sem þurfti að fara af velli í síðari hálfleik. Valgeir lenti illa á öxlinni eftir að brotið var á honum í skyndisókn þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Var hann með kælipoka á öxlinni eftir leik og var talið að hann yrði frá í allt að tvær vikur. Valgeir var frábær gegn Íslansmeisturum KR í Frostaskjólinu um helgina.Vísir/Haraldur Guðjónsson Varðandi Ásgeir þá var það einfaldlega fyrirbyggjandi sagði Brynjar en leikmaðurinn var farinn að stinga niður fæti þegar hann var tekinn af velli á 85. mínútu leiksins. Í síðari hálfleik var Sigurður Hrannar Björnsson – markvörður liðsins – svo nuddaður af sjúkraþjálfara þegar tækifæri gafst. „Það var bara þreyta myndi ég halda. Það er komið langt síðan hann spilaði heilan leik og leikurinn var á grasi í þokkabót [HK æfir og keppir sína heimaleiki inn í Kórnum]. Völlurinn var blautur og þungur í þokkabót. Hann hafði tekið mikið af útspörkum ásamt því að vera bara á tánum allan leikinn. Það má eflaust skrifa þetta að mestu á skort á leikæfingu.“ Hægagangur erlendis er svo ástæða þess að Ari er enn skráður í Bologna á Ítalíu og Stefán í FC Riga í Lettlandi. „Varðandi Ara þá er þetta að einhverju leyti af því hann er ekki orðinn 18 ára gamall. Þá þarf UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] að kvitta undir líka og það virðist bara taka langan tíma. Það tók líka langan tíma fyrir hann að fá leikheimild á Ítalíu þegar hann fór til Bologna síðasta haust. Framkvæmdastjóri félagsins er að vinna í því máli ásamt KSÍ en sambandið er að hjálpa okkur að koma þessu í gegn,“ sagði Brynjar um mál Ara. Mál Stefáns ætti svo að vera einfaldara en raun ber vitni. „Sambandið í Lettlandi á einfaldlega eftir að kvitta undir félagaskipti Stefáns hingað til lands. Eitthvað sem ætti bara að taka tíu mínútur í mesta lagi. En þetta er ekki í okkar höndum svo við verðum að bíða. Erum búnir að vera elta menn og reyna koma þessu í gegn. Eins og með Ara þá er KSÍ líka að hjálpa okkur í þessu máli.“ Þá var Brynjar að lokum spurður hvort HK væri í leikmannaleit en félagaskiptaglugginn lokar þann 30. júní. „Nei við erum það eiginlega ekki. Bíðum eftir að Stefán fái leikheimild, vonumst til þess að það gerist í dag eða á morgun. Hann er byrjaður að æfa með okkur og nú þarf hann bara að komast á völlinn.“ Ásamt þeim Ara og Stefáni þá hefur HK fengið Þorstein Örn Bernharðsson á láni frá KR, Jón Arnar Barðdal kom frá 2. deildarliði KFG eins og frægt er orðið. Þá skipti Alexander Freyr Sindrason endanlega yfir í HK eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Næstum því átta ár síðan meistarar fengu stærri skell á heimavelli HK varð um helgina fyrsta félagið í tæp átta ár til að vinna þriggja marka sigur á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. 22. júní 2020 10:30 Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 „Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið. 17. júní 2020 23:00 Hjörvar um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfilegt mál“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað. 17. júní 2020 17:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Vísir ræddi við Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfara HK, um þau meiðsli sem liðið hefur orðið fyrir í fyrstu tveimur umferðum Pepsi Max deildarinnar í fótbolta. Einnig var hann spurður út í mál Stefáns Alexanders Ljubicic og Ara Sigurpálssonar en hvorugur þeirra er kominn með leikheimild. Eftir að missa Arnar Frey Ólafsson, markvörð, og Bjarna Gunnarsson í meiðsli gegn FH þá fóru hinn ungi Valgeir Valgeirsson og Ásgeir Marteinsson báðir út af í ótrúlegum 3-0 sigri liðsins á KR í Frostaskjóli um helgina. „Það er ekki alveg vitað með Valgeir þó það virðist hafa verið fjallað um það á öllum miðlum. Þetta gætu verið nokkrir dagar eða jafnvel vika. Við vitum það ekki alveg í dag en fáum að vita meira í dag eða á morgun,“ sagði Brynjar Björn spakur varðandi meiðsli Valgeirs sem þurfti að fara af velli í síðari hálfleik. Valgeir lenti illa á öxlinni eftir að brotið var á honum í skyndisókn þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Var hann með kælipoka á öxlinni eftir leik og var talið að hann yrði frá í allt að tvær vikur. Valgeir var frábær gegn Íslansmeisturum KR í Frostaskjólinu um helgina.Vísir/Haraldur Guðjónsson Varðandi Ásgeir þá var það einfaldlega fyrirbyggjandi sagði Brynjar en leikmaðurinn var farinn að stinga niður fæti þegar hann var tekinn af velli á 85. mínútu leiksins. Í síðari hálfleik var Sigurður Hrannar Björnsson – markvörður liðsins – svo nuddaður af sjúkraþjálfara þegar tækifæri gafst. „Það var bara þreyta myndi ég halda. Það er komið langt síðan hann spilaði heilan leik og leikurinn var á grasi í þokkabót [HK æfir og keppir sína heimaleiki inn í Kórnum]. Völlurinn var blautur og þungur í þokkabót. Hann hafði tekið mikið af útspörkum ásamt því að vera bara á tánum allan leikinn. Það má eflaust skrifa þetta að mestu á skort á leikæfingu.“ Hægagangur erlendis er svo ástæða þess að Ari er enn skráður í Bologna á Ítalíu og Stefán í FC Riga í Lettlandi. „Varðandi Ara þá er þetta að einhverju leyti af því hann er ekki orðinn 18 ára gamall. Þá þarf UEFA [knattspyrnusamband Evrópu] að kvitta undir líka og það virðist bara taka langan tíma. Það tók líka langan tíma fyrir hann að fá leikheimild á Ítalíu þegar hann fór til Bologna síðasta haust. Framkvæmdastjóri félagsins er að vinna í því máli ásamt KSÍ en sambandið er að hjálpa okkur að koma þessu í gegn,“ sagði Brynjar um mál Ara. Mál Stefáns ætti svo að vera einfaldara en raun ber vitni. „Sambandið í Lettlandi á einfaldlega eftir að kvitta undir félagaskipti Stefáns hingað til lands. Eitthvað sem ætti bara að taka tíu mínútur í mesta lagi. En þetta er ekki í okkar höndum svo við verðum að bíða. Erum búnir að vera elta menn og reyna koma þessu í gegn. Eins og með Ara þá er KSÍ líka að hjálpa okkur í þessu máli.“ Þá var Brynjar að lokum spurður hvort HK væri í leikmannaleit en félagaskiptaglugginn lokar þann 30. júní. „Nei við erum það eiginlega ekki. Bíðum eftir að Stefán fái leikheimild, vonumst til þess að það gerist í dag eða á morgun. Hann er byrjaður að æfa með okkur og nú þarf hann bara að komast á völlinn.“ Ásamt þeim Ara og Stefáni þá hefur HK fengið Þorstein Örn Bernharðsson á láni frá KR, Jón Arnar Barðdal kom frá 2. deildarliði KFG eins og frægt er orðið. Þá skipti Alexander Freyr Sindrason endanlega yfir í HK eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Næstum því átta ár síðan meistarar fengu stærri skell á heimavelli HK varð um helgina fyrsta félagið í tæp átta ár til að vinna þriggja marka sigur á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. 22. júní 2020 10:30 Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 „Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið. 17. júní 2020 23:00 Hjörvar um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfilegt mál“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað. 17. júní 2020 17:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Næstum því átta ár síðan meistarar fengu stærri skell á heimavelli HK varð um helgina fyrsta félagið í tæp átta ár til að vinna þriggja marka sigur á heimavelli ríkjandi Íslandsmeistara. 22. júní 2020 10:30
Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 20. júní 2020 23:00
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05
„Hann er hrikalega góður en hann er með skrokk níræðs manns“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, vonast til þess að Ólafur Örn Eyjólfsson, leikmaður HK, springi enn frekar út í sumar en Hjörvar ræddi um miðjumanninn öfluga í Pepsi Max-stúkunni á mánudagskvöldið. 17. júní 2020 23:00
Hjörvar um breiddina fram á við hjá HK: „Skelfilegt mál“ Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, segir að það sé skelfilegt mál að HK vakni upp við þann vondan draum að vera varla með framherja er Pepsi Max-deild karla er farinn af stað. 17. júní 2020 17:00