Erlent

Á­rásar­maðurinn nafn­greindur

Sylvía Hall skrifar
Vegfarendur hafa lagt blóm á gangstéttina nærri garðinum til þess að votta fórnarlömbunum virðingu sína.
Vegfarendur hafa lagt blóm á gangstéttina nærri garðinum til þess að votta fórnarlömbunum virðingu sína. Vísir/getty

Karlmaðurinn sem var handtekinn eftir hnífstunguárásina í Forbury Gardens og er grunaður um að hafa banað þremur heitir Khairi Saadallah. Þrír til viðbótar voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús eftir árásina en einn hefur verið útskrifaður.

Sky News greinir frá því að Saadallah sé 25 ára hælisleitandi frá Libíu og hefur það eftir tveimur heimildarmönnum. BBC hefur einnig nafngreint manninn.

Árásin hefur verið flokkuð sem hryðjuverk og hefur breska hryðjuverkalögreglan tekið við rannsókn málsins.

Árásin átti sér stað um sjöleytið í gærkvöld að staðartíma. Árásarmaðurinn stakk nokkra sem voru staddir í garðinum og lýsir sjónarvottur því hvernig maðurinn gekk á milli hópa í garðinum og reyndi að stinga fólk.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×