Mikill hugur og kraftur í íslenskum garðyrkjubændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júní 2020 12:55 Sveinn Sæland, sem er garðyrkjubóndi á Espiflöt en þar eru ræktuð afskorin blóm. Sveinn og hans fjölskylda er að fara að stækka stöðina eins og fleiri garðyrkjubændur í Reykholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikill hugur og kraftur er í íslenskum garðyrkjubændum, sem margir hverjir eru að stækka stöðvarnar sínar vegna mikillar eftirspurnar eftir íslensku grænmeti og blómum. Um 140 garðyrkjubændur eru í landinu og þar með í Sambandi garðyrkjubænda, sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna og íslenskrar garðyrkju. Félagsmenn rækta og vinna margvíslegar afurðir s.s. afskorin blóm, pottablóm, kartöflur, grænmeti, rófur, garðplöntur, kryddjurtir, trjáplöntur, ávexti og ber. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð eru mikið ræktað af tómötum, gúrkum, jarðarberjum og afskornum blómum. Þar eru þrír garðyrkjubændur að fara að stækka stöðvarnar sínar. Sveinn Sæland á Espiflöt, sem ræktar afskorin blóm er einn af þessum bændum. „Það sem er að gerast núna er mjög gaman því að þegar ég horfi út um stofugluggann þá sé ég níu þúsund fermetra af gróðurhúsum rísa beint fyrir framan augun á mér og eftir þessa stækkun, sem verður komin í notkun í haust þá verður hér í Reykholti stærsta gúrkuræktun í landinu, stærsta tómataræktun í landinu, blómaræktun og jarðarberjaræktun,“ segir Sveinn og bætir við, „Þetta er svolítið sérstakt að þetta skuli gerast í þessu litla þorpi hér þar sem búa ekki nema um 300 íbúar. Það er eitthvað í umhverfinu sem veldur því að menn velja að byggja hér.“ Sala á afskornum blómum og íslensku grænmeti hefur verið mjög mikil á tímum kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveinn segir að stækkun garðyrkjustöðvanna þriggja munu skapa mörg ný störf en garðyrkjustöðvarnar sem um ræðir eru Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt. „Þetta kemur til með að skapa á milli fimmtán og tuttugu ný störf í þessu litla þorpi og umhverfi. Hér á Espiflöt erum við með fjórtán, fimmtán manns í vinnu og við sækjum starfskrafta úr nærumhverfinu alfarið.“ Sveinn segir garðyrkjubændur finna mjög vel fyrir mjög vaxandi eftirspurn eftir íslensku grænmeti og blómum og því sé ekkert hik á þeim garðyrkjubændum, sem hafa ákveðið að stækka stöðvarnar sínar. Salan hafa t.d. verið mjög góð á tímum kórónuveirunnar. „Framtíðin leggst mjög vel í okkur og það er sérstaklega gaman hvað neysla blóma jókst á þessu tímabili og það sýnir svolítið hugsanabreytingu hjá fólki þegar að kreppir og blómin tikka vel inn í það,“ segir Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Garðyrkja Bláskógabyggð Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Mikill hugur og kraftur er í íslenskum garðyrkjubændum, sem margir hverjir eru að stækka stöðvarnar sínar vegna mikillar eftirspurnar eftir íslensku grænmeti og blómum. Um 140 garðyrkjubændur eru í landinu og þar með í Sambandi garðyrkjubænda, sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna og íslenskrar garðyrkju. Félagsmenn rækta og vinna margvíslegar afurðir s.s. afskorin blóm, pottablóm, kartöflur, grænmeti, rófur, garðplöntur, kryddjurtir, trjáplöntur, ávexti og ber. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð eru mikið ræktað af tómötum, gúrkum, jarðarberjum og afskornum blómum. Þar eru þrír garðyrkjubændur að fara að stækka stöðvarnar sínar. Sveinn Sæland á Espiflöt, sem ræktar afskorin blóm er einn af þessum bændum. „Það sem er að gerast núna er mjög gaman því að þegar ég horfi út um stofugluggann þá sé ég níu þúsund fermetra af gróðurhúsum rísa beint fyrir framan augun á mér og eftir þessa stækkun, sem verður komin í notkun í haust þá verður hér í Reykholti stærsta gúrkuræktun í landinu, stærsta tómataræktun í landinu, blómaræktun og jarðarberjaræktun,“ segir Sveinn og bætir við, „Þetta er svolítið sérstakt að þetta skuli gerast í þessu litla þorpi hér þar sem búa ekki nema um 300 íbúar. Það er eitthvað í umhverfinu sem veldur því að menn velja að byggja hér.“ Sala á afskornum blómum og íslensku grænmeti hefur verið mjög mikil á tímum kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveinn segir að stækkun garðyrkjustöðvanna þriggja munu skapa mörg ný störf en garðyrkjustöðvarnar sem um ræðir eru Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt. „Þetta kemur til með að skapa á milli fimmtán og tuttugu ný störf í þessu litla þorpi og umhverfi. Hér á Espiflöt erum við með fjórtán, fimmtán manns í vinnu og við sækjum starfskrafta úr nærumhverfinu alfarið.“ Sveinn segir garðyrkjubændur finna mjög vel fyrir mjög vaxandi eftirspurn eftir íslensku grænmeti og blómum og því sé ekkert hik á þeim garðyrkjubændum, sem hafa ákveðið að stækka stöðvarnar sínar. Salan hafa t.d. verið mjög góð á tímum kórónuveirunnar. „Framtíðin leggst mjög vel í okkur og það er sérstaklega gaman hvað neysla blóma jókst á þessu tímabili og það sýnir svolítið hugsanabreytingu hjá fólki þegar að kreppir og blómin tikka vel inn í það,“ segir Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum í Bláskógabyggð.
Garðyrkja Bláskógabyggð Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira