Greiðir skimunargjald fyrir viðskiptavini Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 21. júní 2020 11:44 Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtæki ætlar að borga skimun fyrir viðskiptavini sína við komuna til landsins, en þeir hafa sett skimunargjaldið fyrir sig. Forstjórinn hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, það sé hagur allra að gera Ísland að eftirsóknarverðari áfangastað. Frá og með næstu mánaðamótum mun fólk þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum við komuna til Íslands. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Fyrirtækið hyggst greiða gjaldið fyrir viðskiptavini sína, í formi afsláttar á pakkaferðum. „Það er ljóst að það er heilmikil óvissa hjá ferðafólki um allan heim. Vírusinn er náttúrulega óvissa út af fyrir sig og það þarf að reyna að hafa eins litla óvissu þegar fólk er að bóka og hægt er,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures. „Þetta er nú bara til þess gert að annars vegar koma til móts við þann kostnað sem viðskiptavinurinn lendir í og einnig til að minnka óvissuna.“ Fari hins vegar svo að viðskiptavinur þurfi að fara í sóttkví við komuna til landsins fær hann inneignarnótu hjá fyrirtækinu sem hann getur nýtt síðar. „Þetta er raunverulega bara gert til þess að auðvelda fólki ákvarðanatökuna að koma til Íslands,“ segir Styrmir. Hagur allra að laða að fleri ferðamenn Fyrirtækið hyggst greiða skimunina fyrir viðskiptavini sína meðan hennar nýtur við. „Við vonumst til þess að eftir því sem önnur lönd opnist og reynsla kemst á þetta að það þurfi ekki að fara í gegnum þessar skimanir, en þetta er ágætis leið til þess að byrja.“ Styrmir segir það hag allra að fá fleiri ferðamenn til landsins, hann hvetur því önnur fyrirtæki til að minnka óvissu viðskiptavini sinni og fara sömu leið. „Þó við séum í samkeppni við önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi, þá erum við einnig samstarfsaðilar og við erum öll í sama bátnum að kynna Ísland sem áfangastað,“ segir Styrmir. „Við erum að hvetja samstarfsaðila og samkeppnisaðila að taka upp svipað form og aðstoða viðskiptavininn í ákvarðanatökunni um að koma til Íslands.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09 Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54 Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki ætlar að borga skimun fyrir viðskiptavini sína við komuna til landsins, en þeir hafa sett skimunargjaldið fyrir sig. Forstjórinn hvetur önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, það sé hagur allra að gera Ísland að eftirsóknarverðari áfangastað. Frá og með næstu mánaðamótum mun fólk þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir kórónuveiruskimun á landamærunum við komuna til Íslands. Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures fann fyrir því að viðskiptavinum þótti gjaldið fráhrindandi og tók málin því í eigin hendur. Fyrirtækið hyggst greiða gjaldið fyrir viðskiptavini sína, í formi afsláttar á pakkaferðum. „Það er ljóst að það er heilmikil óvissa hjá ferðafólki um allan heim. Vírusinn er náttúrulega óvissa út af fyrir sig og það þarf að reyna að hafa eins litla óvissu þegar fólk er að bóka og hægt er,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures. „Þetta er nú bara til þess gert að annars vegar koma til móts við þann kostnað sem viðskiptavinurinn lendir í og einnig til að minnka óvissuna.“ Fari hins vegar svo að viðskiptavinur þurfi að fara í sóttkví við komuna til landsins fær hann inneignarnótu hjá fyrirtækinu sem hann getur nýtt síðar. „Þetta er raunverulega bara gert til þess að auðvelda fólki ákvarðanatökuna að koma til Íslands,“ segir Styrmir. Hagur allra að laða að fleri ferðamenn Fyrirtækið hyggst greiða skimunina fyrir viðskiptavini sína meðan hennar nýtur við. „Við vonumst til þess að eftir því sem önnur lönd opnist og reynsla kemst á þetta að það þurfi ekki að fara í gegnum þessar skimanir, en þetta er ágætis leið til þess að byrja.“ Styrmir segir það hag allra að fá fleiri ferðamenn til landsins, hann hvetur því önnur fyrirtæki til að minnka óvissu viðskiptavini sinni og fara sömu leið. „Þó við séum í samkeppni við önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi, þá erum við einnig samstarfsaðilar og við erum öll í sama bátnum að kynna Ísland sem áfangastað,“ segir Styrmir. „Við erum að hvetja samstarfsaðila og samkeppnisaðila að taka upp svipað form og aðstoða viðskiptavininn í ákvarðanatökunni um að koma til Íslands.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09 Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54 Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Þrjú smit staðfest í landamæraskimun Sjö virk smit eru á landinu og fækkar þeim um eitt milli daga. 20. júní 2020 13:09
Skilaboð um niðurstöður hafa ekki alltaf skilað sér Ýmis vandamál hafa komið upp við skimun á landamærunum eins og við var búist. Meðal þess sem unnið er að því að bæta er upplýsingagjöf til ferðamanna og tryggja að allt sé skýrt við komuna til landsins. 18. júní 2020 14:54
Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“ Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli. 17. júní 2020 19:09