Innlent

Icelandair fjölgar áfangastöðum í júlí: „Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum“

Sylvía Hall skrifar
Mikill ferðahugur er í Íslendingum.
Mikill ferðahugur er í Íslendingum. Vísir/Vilhelm

Gert ráð fyrir að áfangastöðum Icelandair fjölgi verulega í júlí. Þá eru Íslendingar farnir að bóka flug í auknum mæli, sérstaklega til Norðurlandanna.

Opnun landamæranna hefur mikil áhrif á Icelandair sem flýgur nú til tíu áfangastaða í Evrópu og til Boston. Líklega verði áfangastöðum fjölgað strax í júlí.

„En þá þarf ýmislegt að ganga upp; sýnatökugetan í Keflavík þarf að aukast, það þarf að vera búið að opna ytri landamæri schengen svo að Bandaríkjamenn megi koma til Evrópu og svo þurfa auðvitað bandaríkin að opna en þá sjáum við fyrir okkur mikla aukningu. Upp í svona 25-26 áfangastaði, svona fjórum sinnum í viku á hvern stað,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair.

Áætlunin sé í sífelldri endurskoðun en Birna segir Íslendinga vera farna að bóka flug í auknum mæli.

„Við erum að sjá mikinn áhuga á nágrannaþjóðunum. Það er Noregur það er Danmörk og við ákváðum að bæta Billund við í júlí og það hefur strax komið mikill áhugi þar,“ segir Birna.


Tengdar fréttir

Skimun gengið vel en einum snúið við til London

Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin.

Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný

Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×