Enski boltinn

Richarlison skýtur á van Dijk: ,,Það eru til betri varnarmenn“

Ísak Hallmundarson skrifar
Richarlison er ekki á því að van Dijk sé bestur í heimi.
Richarlison er ekki á því að van Dijk sé bestur í heimi. getty/James Williamson

Everton og Liverpool mætast í nágrannaslag um Bítlaborgina á morgun en Richarlison, leikmaður Everton, er þegar byrjaður að æsa í Liverpool-mönnum.

Það má skilja á Richarlison að hann telji Virgil van Dijk, einn besta varnarmann heims, vera ofmetinn. 

,,Fólk talar mikið um hann. Já, hann er góður varnarmaður, en ég hef komist framhjá honum. Fyrir mér eru til betri varnarmenn,“ sagði Brasilíumaðurinn. 

Hann hélt áfram og sagði þá samlanda sína Thiago Silva og Marquinhos, auk Spánverjans Sergio Ramos, vera betri en van Dijk.

Paul Merson, álitsgjafi á Sky Sports, ræddi ummæli Richarlison og líkti van Dijk við Rolls Royce bíla.

,,Ég held varðandi van Dijk, hann er með orðspor, fólk er hrætt við hann. Fólk fer ekki framhjá honum heldur fallast hendur og hugsa ,,Þettar Virgil van Dijk, ég kemst ekki framhjá honum!“.

Ég held að það sé vandamálið, hann hefur þennan skjöld. Hann er Rolls Royce. Er hann sá besti í heimi? Ég verð að bíða eftir Heimsmeistaramótinu og hverjum hann spilar við þar til að komast að því,“ sagði Merson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×