Pogba vill ólmur bæta upp fyrir tímann án fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2020 11:30 Paul Pogba heilsar upp á landa sinn Moussa Sissoko eftir jafntefli Man. Utd og Tottenham í gær. Allir leikmenn báru áletrunina Black Lives Matter aftan á treyjum sínum til stuðnings þeirri réttindabaráttu. VÍSIR/GETTY Franski miðjumaðurinn Paul Pogba átti góða innkomu inn í lið Manchester United í gær þegar hann lék sinn fyrsta leik síðan um jólin. Pogba kom inn á sem varamaður og nældi í vítaspyrnu í 1-1 jafntefli United við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum um jólin en hefur annars ekki spilað fyrir United síðan í desember, vegna meiðsla. „Pogba er stórkostlegur leikmaður og loksins orðinn heill heilsu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, við BBC. Sautján af átján sendingum Pogba í leiknum í gær heppnuðust, hann vann boltann fjórum sinnum af Tottenham-mönnum og sólaði framhjá þeim í bæði skiptin sem hann reyndi það. „Það er frábært að sjá hann aftur sýna hæfileikana sína og hann lagði mikið af mörkum með því að ná í vítaspyrnuna. Hann hefur átt skelfilegt meiðslatímabil og er staðráðinn í að bæta upp fyrir tímann án fótbolta. Paul hefur alltaf viljað spila. Hann elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Vill byggja ofan á samstarf Pogba og Fernandes „Það hefur verið frábært að fá hann aftur til æfinga hjá okkur. Hvort sem er innan eða utan vallar þá er hann svo ákafur og ástríðufullur strákur. Það sjá svo allir hæfileikana sem hann hefur. Paul vill alltaf vera að sanna sig fyrir sjálfum sér og okkur. Hann krefst mikils af sjálfum sér og vill vera sá besti. Hann leggur hart að sér við æfingar og elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Paul Pogba Bruno FernandesMan Utd's new midfield duo#TOTMUN pic.twitter.com/5yRCaUvjF7— Goal (@goal) June 19, 2020 Pogba og Bruno Fernandes léku í fyrsta sinn saman í gær, en Fernandes kom til United frá Sporting Lissabon í janúar. „Þetta er samstarf sem við viljum svo sannarlega byggja á. Þeir hafa æft saman og núna hafa þeir náð hálftíma saman inni á vellinum. Við viljum auðvitað hafa okkar bestu menn inni á vellinum og hafa gott jafnvægi í liðinu,“ sagði Solskjær. Enski boltinn Tengdar fréttir Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44 Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba átti góða innkomu inn í lið Manchester United í gær þegar hann lék sinn fyrsta leik síðan um jólin. Pogba kom inn á sem varamaður og nældi í vítaspyrnu í 1-1 jafntefli United við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum um jólin en hefur annars ekki spilað fyrir United síðan í desember, vegna meiðsla. „Pogba er stórkostlegur leikmaður og loksins orðinn heill heilsu,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, við BBC. Sautján af átján sendingum Pogba í leiknum í gær heppnuðust, hann vann boltann fjórum sinnum af Tottenham-mönnum og sólaði framhjá þeim í bæði skiptin sem hann reyndi það. „Það er frábært að sjá hann aftur sýna hæfileikana sína og hann lagði mikið af mörkum með því að ná í vítaspyrnuna. Hann hefur átt skelfilegt meiðslatímabil og er staðráðinn í að bæta upp fyrir tímann án fótbolta. Paul hefur alltaf viljað spila. Hann elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Vill byggja ofan á samstarf Pogba og Fernandes „Það hefur verið frábært að fá hann aftur til æfinga hjá okkur. Hvort sem er innan eða utan vallar þá er hann svo ákafur og ástríðufullur strákur. Það sjá svo allir hæfileikana sem hann hefur. Paul vill alltaf vera að sanna sig fyrir sjálfum sér og okkur. Hann krefst mikils af sjálfum sér og vill vera sá besti. Hann leggur hart að sér við æfingar og elskar fótbolta,“ sagði Solskjær. Paul Pogba Bruno FernandesMan Utd's new midfield duo#TOTMUN pic.twitter.com/5yRCaUvjF7— Goal (@goal) June 19, 2020 Pogba og Bruno Fernandes léku í fyrsta sinn saman í gær, en Fernandes kom til United frá Sporting Lissabon í janúar. „Þetta er samstarf sem við viljum svo sannarlega byggja á. Þeir hafa æft saman og núna hafa þeir náð hálftíma saman inni á vellinum. Við viljum auðvitað hafa okkar bestu menn inni á vellinum og hafa gott jafnvægi í liðinu,“ sagði Solskjær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44 Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Fernandes: Ekki víti fyrst að VAR segir það „Við stóðum okkur mjög vel. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Bruno Fernandes sem skoraði úr víti fyrir Manchester United í 1-1 jafnteflinu við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 19. júní 2020 21:44
Man. Utd tryggði sér stig úr víti en fékk ekki annað Tottenham og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum í kvöld þegar liðin hófu keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 19. júní 2020 21:10