Newcastle skellti tíu leikmönnum Sheffield United

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Newcastle fagna fyrsta markinu gegn Sheffield United í dag.
Leikmenn Newcastle fagna fyrsta markinu gegn Sheffield United í dag. VÍSIR/GETTY

Sheffield United tapaði 3-0 fyrir Newcastle og missti af tækifæri til að fara upp fyrir Manchester United og Wolves, í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

John Egan, miðvörður Sheffield, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 50. mínútu. Heimamenn komust yfir fljótlega eftir það þegar Allan Saint-Maximin skoraði eftir skelfileg mistök í vörn gestanna. Matt Richie, sem lagði upp fyrsta markið, skoraði sjálfur á 69. mínútu og Joelinton gerði þriðja markið skömmu síðar.

Sheffield United er því enn með 44 stig í 7. sæti, tveimur stigum á eftir Wolves og Manchester United í baráttunni um sæti í Evrópukeppni. Liðið er tveimur stigum á undan Tottenham og Crystal Palace. Newcastle er með 38 stig í 12. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira