Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2020 18:38 Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. Í upphafi vikunnar fannst maður látinn utandyra á svæðinu og fékkst það staðfest frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að hann hafi látist vegna ofneyslu vímuefna. Til stendur að reisa smáhýsi í Hlíðahverfi, fyrir neðan Eskihlíð. Smáhýsi eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði á svæðinu. Hægra megin við smáhýsin er Konukot starfrækt og þar fyrir neðan er heimili fyrir geðfatlaða karlmenn. Nokkrir íbúar sendu bréf á borgina þar sem fram kemur að þeim þyki það stórkostlegt ábyrgðarleysi að reisa smáhýsi á sama svæði og fyrrnefnd úrræði. Fram kemur að íbúar séu nokkuð varir við núverandi starfsemi. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu sem og í anddyrum blokka. „Það er ekki langt síðan það gerðist að ungur krakki fann fullt af sprautunálum á svæðinu,“ sagði Lena Viderø, formaður Foreldrafélags Hlíðaskóla. „Hér er gönguleið sem liggur að Valsheimilinu og hér er kassi ætlaður notuðum sprautunálum.“ Fyrir framan smáhýsin er göngu- og hjólastígur. En um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Ályktun frá Knattspyrnufélagi Vals.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur sent ályktun á Velferðarsvið borgarinnar þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nálægðar við Hlíðarenda þar sem íþróttastarfsemi fer fram. „Fólk verður auðvitað að búa einhvers staðar. Fólk með þennan vanda verður að fá lausn sinna mála en málið er það að nú þegar eru þung úrræði í þessu hverfi og það er spurning hvort það sé á það bætandi,“ sagði Lena. Lena er formaður foreldrafélags Hlíðaskóla. Hún segir mikilvægt að hjálpa þeim hópi sem þarf á þjónustu smáhýsa að halda, en staðsetningin sé vanhugsuð.Stöð 2 Lena gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samskiptaleysi. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar fái leyfi til að hafa áhyggjur og fái að viðra þær,“ sagði Lena. Ert þú ánægð með samtal borgarinnar? „Nei það get ég ekki sagt,“ sagði Lena. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. Í upphafi vikunnar fannst maður látinn utandyra á svæðinu og fékkst það staðfest frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að hann hafi látist vegna ofneyslu vímuefna. Til stendur að reisa smáhýsi í Hlíðahverfi, fyrir neðan Eskihlíð. Smáhýsi eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði á svæðinu. Hægra megin við smáhýsin er Konukot starfrækt og þar fyrir neðan er heimili fyrir geðfatlaða karlmenn. Nokkrir íbúar sendu bréf á borgina þar sem fram kemur að þeim þyki það stórkostlegt ábyrgðarleysi að reisa smáhýsi á sama svæði og fyrrnefnd úrræði. Fram kemur að íbúar séu nokkuð varir við núverandi starfsemi. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu sem og í anddyrum blokka. „Það er ekki langt síðan það gerðist að ungur krakki fann fullt af sprautunálum á svæðinu,“ sagði Lena Viderø, formaður Foreldrafélags Hlíðaskóla. „Hér er gönguleið sem liggur að Valsheimilinu og hér er kassi ætlaður notuðum sprautunálum.“ Fyrir framan smáhýsin er göngu- og hjólastígur. En um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Ályktun frá Knattspyrnufélagi Vals.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur sent ályktun á Velferðarsvið borgarinnar þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nálægðar við Hlíðarenda þar sem íþróttastarfsemi fer fram. „Fólk verður auðvitað að búa einhvers staðar. Fólk með þennan vanda verður að fá lausn sinna mála en málið er það að nú þegar eru þung úrræði í þessu hverfi og það er spurning hvort það sé á það bætandi,“ sagði Lena. Lena er formaður foreldrafélags Hlíðaskóla. Hún segir mikilvægt að hjálpa þeim hópi sem þarf á þjónustu smáhýsa að halda, en staðsetningin sé vanhugsuð.Stöð 2 Lena gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samskiptaleysi. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar fái leyfi til að hafa áhyggjur og fái að viðra þær,“ sagði Lena. Ert þú ánægð með samtal borgarinnar? „Nei það get ég ekki sagt,“ sagði Lena.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira