Erlent

Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag.

Samskipti ríkjanna á Kóreuskaga hafa versnað til muna síðustu vikur, einkum vegna óánægju Norður-Kóreumanna með að Suður-Kórea skýli norðurkóreskum flóttamönnum. Fyrr í vikunni sprengdu Norður-Kóreumenn byggingu samvinnustofnunnar ríkjanna í loft upp og lofuðu að senda herinn að landamærunum.

Suðurkóreski miðillinn Yonhap greindi frá því í dag að nú hafi sést til norðurkóreskra hermanna á varðstöðvum á hinu herlausa svæði.

Kim Jun-rak, upplýsingafulltrúi ráðs suðurkóreskra hershöfðingja að herinn væri öllu viðbúinn. „Herinn fylgist náið með hreyfingum norðurkóreska hersins og er í viðbragðsstöðu. Hingað til höfum við ekki orðið vör við neitt sem þarf að greina frá.“

Töluverð reiði virðist ríkja í Norður-Kóreu. Í grein sem norðurkóreski ríkismiðillinn Pyongyang Times birti í dag eru suðurkóresk stjórnvöld sögð ill og norðurkóreskir flóttamenn í landinu kallaðir úrþvætti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.