Innlent

Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs

Atli Ísleifsson skrifar
Í kröfu Arnars Þórs var ríkinu veittur frestur til 15. júní til að bregðast við, en yrði það ekki gert áskilji Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna.
Í kröfu Arnars Þórs var ríkinu veittur frestur til 15. júní til að bregðast við, en yrði það ekki gert áskilji Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna. Vísir/Vilhelm

Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu.

Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Arnar var tveggja ára gamall þegar Tryggvi var fangelsaður en þegar hann var tólf ára gamall, fjórum árum eftir að Tryggvi losnaði úr fangelsi, var hann ættleiddur.

Tryggvi Rúnar lést árið 2009 og fengu eftirlifandi eiginkona hans og dóttir samtals 171 milljón króna í bætur.

Arnar Þór fór fram á sömu upphæð en þeirri kröfu hefur nú verið hafnað á þeim grundvelli að ættleiddur sonur teljist ekki lengur barn kynföður síns í lagalegum skilningi.

Bætur til eftirlifandi barna og maka

Í nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóma í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu er kveðið á um að greiða skuli bætur til hinna sýknuðu sem eru á lífi og eftirlifandi barna og maka þeirra.

Erfðaréttur fellur niður við ættleiðingu samkvæmt núgildandi erfðalögum. Lög um bætur til hinna sýknuðu taka hins vegar ekki á rétti erfingja, heldur er orðalagið á þann veg að tekið er til bótaréttar eftirlifandi maka og barna.

Í kröfu Arnars Þórs var ríkinu veittur frestur til 15. júní til að bregðast við, en yrði það ekki gert áskilji Arnar sér réttinn til málshöfðunar til bótanna.


Tengdar fréttir

Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns

Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×