Erlent

Lík flugmannsins fundið

Andri Eysteinsson skrifar
Tvær F-15 þotur á flugi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Tvær F-15 þotur á flugi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. DAVE NOLAN/EPA

Bandaríski herinn hefur staðfest að lík flugmanns sem brotlenti herþotu sinni við Englandsstrendur í morgun hafi fundist.

Leitaraðgerðir hófust í morgun eftir að fréttir bárust af því að F-15C Eagle vél bandaríkjahers hefði hrapað í Norðursjó, austur af Austur-Jórvíkurskíri í Englandi.

Ekki var vitað hvað hafði orsakað það að F-15C þotan hafi hrapað en Bandaríski loftherinn staðfesti atvikið umsvifalaust og var leitarteymi ræst út.

Leitin hefur nú borið árangur samkvæmt fréttum Sky News en greint er frá því að Landhelgisgæsla Bretlands hafi fundið brak vélarinnar ásamt líki flugmannsins í kvöld.

Ekki verður greint frá nafni flugmannsins að svo stöddu en yfirmaður 48. flugherssveitarinnar sem staðsett er við æfingar í Bretlandi staðfesti tíðindin í yfirlýsingu á Twitter.

„Okkar innilegustu samúðarkveðjur fara til fjölskyldu hins látna og teymis hans hjá hersveitinni,“ sagði Will Marshall undirofursti og yfirmaður 48. flugherssveitarinnar. Marshall það tíðindin þyngri en tárum taki en að flugmaðurinn hafi látist í slysinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×