Inga heimtar opinbera rannsókn á komu rúmensku „glæpamannanna“ Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2020 16:15 Inga Sæland krefst þess að fram fari opinber rannsókn á því hvernig það megi vera, eins og hún orðar það, að kórónuveirusýktir glæpamenn labbi inn í samfélagið okkar eins og enginn sé morgundagurinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra reyndi að svara hinum æsta formanni Flokks fólksins án mikils árangurs. Inga Sæland formaður Flokks fólksins var ómyrk í máli þegar hún spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra út í komu rúmenska hópsins en einhverjir þeirra reyndust covid-smitaðir. Inga steig í pontu undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir og beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra. Henni var heitt í hamsi en það var mál rúmensku ferðamannanna sem Vísir hefur greint frá sem hún gerði að umfjöllunarefni. Inga hefur viljað gjalda varhug við því að hingað verði opnað fyrir komu ferðamanna en hún óttast mjög það að Covid-smit breiðist hér út á ný. Hún hóf mál sitt á að velta því fyrir sér að fyrst nú væri verið að tala um að opna landamærin hlytu þau eðli máls samkvæmt að hafa verið lokuð. Eða hvað? Inga vildi meina að íslensk stjórnvöld viti vart hvort þau eru að koma eða fara. Og mæta sjálfum sér í dyrunum. Kórónuveirusýktir glæpamenn „Hvernig í rauninni stóð þá á því að hópur kórónuveirusýktra rúmenskra glæpamanna slapp inn í landið. Þar sem hann lék lausum hala? Dögum saman. Sextán íslenskir lögreglumenn liggja óvígir eftir næstu tvær vikurnar í sóttkví. Tveir leigubílsstjórar munu sömuleiðis þurfa að fara í sóttkví. Við vitum ekkert hvert þessir einstaklingar hafa farið. Hverja þeir hafa hitt. Við vitum ekkert um það hvort þeir hafi verið að smita fólk hér í marga daga,“ sagði Inga. Og færðist heldur í aukana. Hún spurði hvaða upplýsingar fólkið hafi gefið við komuna til landsins? Þurfti það ekki að gefa neinar upplýsingar? „Rúmenía er til dæmis ekki í Schengen. Hvers vegna virkaði ekki það sem maður skildi ætla að væri eftirlitskerfi Schengen? Var engin landamæralögregla til að skoða pappíra þessa fólks eða hvaða pappírum þurfi það að framvísa? Engum? Vegabréfum? Vottorðum? Um að það væri komið hingað til að starfa? Ég vil að opinber rannsókn fari fram á þessu máli og það krufið til mergjar hvað hafi gerst? Og hvað hafi misfarist í þessu tiltekna máli. Trúverðugleiki okkar nú þegar við erum að feta veginn í átt að eðlilegu ástandi er í húfi.“ Löbbuðu þeir bara inn eins og ekkert væri? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svarar óundirbúinni fyrirspurn. Hún vildi ekki meina að þetta væri jafn óskýrt og Inga vildi vera láta. Verið væri að opna með því að bjóða upp á skimun við Covid-19. „Lögreglan mun hafa eftirlit með því hvort sóttkví er fylgt eða ekki. Tíminn mun leiða í ljós hvaða leiðir er hægt að fara. En ekkert fór úrskeiðis sérstaklega,“ segði Áslaug Arna. Og sagði það vissulega alvarlegt þegar stór hluti lögreglumanna sé í sóttkví á Suðurlandi, í framvarðarsveit. En það sé verið að bregðast við því. Inga var ekki allsendis sátt við þessi svör: „Það fór allt úrskeiðis vegna þessa glæpahóps. Langaði til að fá svar við spurningunni. Þurftu þeir ekki að skila inn neinum gögnum? Löbbuðu þeir bara inn í samfélagið okkar eins og enginn væri morgundagurinn? Mig langar bara að fá svar við því,“ sagði Inga nú fyrir stundu á Alþingi. Eins og áður sagði hefur Vísir fjallað um þessi mál og meðal annars rætt við Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlk, landamæravörð og laganema við Háskólann í Reykjavík, sem segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð eftir að málið kom upp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Rúmenía Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins var ómyrk í máli þegar hún spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra út í komu rúmenska hópsins en einhverjir þeirra reyndust covid-smitaðir. Inga steig í pontu undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir og beindi fyrirspurn til dómsmálaráðherra. Henni var heitt í hamsi en það var mál rúmensku ferðamannanna sem Vísir hefur greint frá sem hún gerði að umfjöllunarefni. Inga hefur viljað gjalda varhug við því að hingað verði opnað fyrir komu ferðamanna en hún óttast mjög það að Covid-smit breiðist hér út á ný. Hún hóf mál sitt á að velta því fyrir sér að fyrst nú væri verið að tala um að opna landamærin hlytu þau eðli máls samkvæmt að hafa verið lokuð. Eða hvað? Inga vildi meina að íslensk stjórnvöld viti vart hvort þau eru að koma eða fara. Og mæta sjálfum sér í dyrunum. Kórónuveirusýktir glæpamenn „Hvernig í rauninni stóð þá á því að hópur kórónuveirusýktra rúmenskra glæpamanna slapp inn í landið. Þar sem hann lék lausum hala? Dögum saman. Sextán íslenskir lögreglumenn liggja óvígir eftir næstu tvær vikurnar í sóttkví. Tveir leigubílsstjórar munu sömuleiðis þurfa að fara í sóttkví. Við vitum ekkert hvert þessir einstaklingar hafa farið. Hverja þeir hafa hitt. Við vitum ekkert um það hvort þeir hafi verið að smita fólk hér í marga daga,“ sagði Inga. Og færðist heldur í aukana. Hún spurði hvaða upplýsingar fólkið hafi gefið við komuna til landsins? Þurfti það ekki að gefa neinar upplýsingar? „Rúmenía er til dæmis ekki í Schengen. Hvers vegna virkaði ekki það sem maður skildi ætla að væri eftirlitskerfi Schengen? Var engin landamæralögregla til að skoða pappíra þessa fólks eða hvaða pappírum þurfi það að framvísa? Engum? Vegabréfum? Vottorðum? Um að það væri komið hingað til að starfa? Ég vil að opinber rannsókn fari fram á þessu máli og það krufið til mergjar hvað hafi gerst? Og hvað hafi misfarist í þessu tiltekna máli. Trúverðugleiki okkar nú þegar við erum að feta veginn í átt að eðlilegu ástandi er í húfi.“ Löbbuðu þeir bara inn eins og ekkert væri? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svarar óundirbúinni fyrirspurn. Hún vildi ekki meina að þetta væri jafn óskýrt og Inga vildi vera láta. Verið væri að opna með því að bjóða upp á skimun við Covid-19. „Lögreglan mun hafa eftirlit með því hvort sóttkví er fylgt eða ekki. Tíminn mun leiða í ljós hvaða leiðir er hægt að fara. En ekkert fór úrskeiðis sérstaklega,“ segði Áslaug Arna. Og sagði það vissulega alvarlegt þegar stór hluti lögreglumanna sé í sóttkví á Suðurlandi, í framvarðarsveit. En það sé verið að bregðast við því. Inga var ekki allsendis sátt við þessi svör: „Það fór allt úrskeiðis vegna þessa glæpahóps. Langaði til að fá svar við spurningunni. Þurftu þeir ekki að skila inn neinum gögnum? Löbbuðu þeir bara inn í samfélagið okkar eins og enginn væri morgundagurinn? Mig langar bara að fá svar við því,“ sagði Inga nú fyrir stundu á Alþingi. Eins og áður sagði hefur Vísir fjallað um þessi mál og meðal annars rætt við Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlk, landamæravörð og laganema við Háskólann í Reykjavík, sem segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð eftir að málið kom upp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Rúmenía Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11 Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20 Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. 15. júní 2020 11:11
Öryggisgæsla aukin í Farsóttarhúsinu vegna Rúmenanna Ellefu Rúmenar dvelja nú í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg en öll brutu þau reglur um sóttkví og eru tveir þeirra með virk Covid-smit. 15. júní 2020 12:20
Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50