Sýna fram á að Liverpool eigi ekki skilið að vera á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 09:30 Sergio Aguero pg félagar í Manchester City eru 25 stigum á eftir Liverpool í töflunni en ættu að vera í toppsætinu út frá markalíkum. Getty/Shaun Botterill Tölfræðin í fótbolta sýnir ýmislegt og þar á meðal að stigataflan segir oft hvergi nærri alla söguna. Gott dæmi um það eru yfirburðir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tölfræði leikjanna styður það samt ekki alveg. Enska úrvalsdeildin hefst aftur í þessari viku með frestuðum leikjum á miðvikudaginn en um næstu helgi verður síðan spiluð fyrsta umferðin af þeim níu sem eftir eru. Liverpool gæti orðið meistari strax á mánudaginn kemur ef úrslitin verða þeim hagstæð. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í 30 ár. Að öllu eðlilegu ættu slíkir yfirburðir að koma vel fram í tölfræðinni enda Liverpool liðið búið að vinna 27 af 29 deildarleikjum tímabilsins og hefur aðeins tapað einum leik. Tölfræðiveitan Infogol skoðaði hins vegar tölfræði tímabilsins og komst að því að tölfræðin sýni það og sanni að Liverpool eigi í raun ekki skilið að vera á toppnum. ?? 19. Newcastle?? 15. Tottenham?? 13. Arsenal?? 4. WolvesAccording to the data, Liverpool don't actually deserve to be top ??https://t.co/CiQpUJQ5zR— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 15, 2020 Infogol notaði tölfræðina yfir markalíkur (expected goals) í hverjum leik til að finna út hvernig staðan ætti í raun að vera. Markalíkurnar eru reiknaðar út frá hversu mörg og hversu góð marktækifæri liðanna eru í leikjunum og svona tölfræði er orðin mikil fræði í fótboltanum. Stigataflan út frá markalíkum ætti því að vera sanngjarna útgáfan af stöðu liðanna í deildinni. Samkvæmt henni ætti Manchester City að vera í toppsætinu en Liverpool í öðru sæti. Liverpool liðið hefur skorað þremur mörkum meira en liðið hefur átt að gera en það munar meira um að liðið hefur fengið á sig ellefu mörkum færra en markalíkurnar segja til um. Manchester City liðið hefur aftur á móti skorað tíu mörkum færra en liðið ætti að hafa gert samkvæmt fyrrnefndum markalíkum. City liðið er hins vegar að fá á sig jafnmörg mörk og markalíkur gefa tilefni til. Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni út frá markalíkum.Mynd/GiveMeSport Chelsea og Wolves ættu bæði að vera ofar en Leicester City og þar með í tveimur síðustu Meistaradeildarsætunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ættu síðan að vera í sjötta sætinu og þar með fyrir ofan lið eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Manchester United ætti í raun að vera í áttunda sæti og Tottenham dettur alla leið niður í fimmtánda sæti í þessari töflu. Arsenal er aftur á móti í þrettánda sætinu. Liðin sem eru ofar í töflunni en þau ættu að vera eru Liverpool, Leicester, Manchester United, Sheffield United, Burnley, Arsenal, Crystal Palace og Tottenham, West Ham, Newcastle og Aston Villa. Liðin sem hafa spilað betur en stigataflan segir eru aftur á móti Manchester City, Chelsea, Wolves, Everton, Southampton, Brighton, Watford, Norwich og Bournemouth. Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Tölfræðin í fótbolta sýnir ýmislegt og þar á meðal að stigataflan segir oft hvergi nærri alla söguna. Gott dæmi um það eru yfirburðir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tölfræði leikjanna styður það samt ekki alveg. Enska úrvalsdeildin hefst aftur í þessari viku með frestuðum leikjum á miðvikudaginn en um næstu helgi verður síðan spiluð fyrsta umferðin af þeim níu sem eftir eru. Liverpool gæti orðið meistari strax á mánudaginn kemur ef úrslitin verða þeim hagstæð. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í 30 ár. Að öllu eðlilegu ættu slíkir yfirburðir að koma vel fram í tölfræðinni enda Liverpool liðið búið að vinna 27 af 29 deildarleikjum tímabilsins og hefur aðeins tapað einum leik. Tölfræðiveitan Infogol skoðaði hins vegar tölfræði tímabilsins og komst að því að tölfræðin sýni það og sanni að Liverpool eigi í raun ekki skilið að vera á toppnum. ?? 19. Newcastle?? 15. Tottenham?? 13. Arsenal?? 4. WolvesAccording to the data, Liverpool don't actually deserve to be top ??https://t.co/CiQpUJQ5zR— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 15, 2020 Infogol notaði tölfræðina yfir markalíkur (expected goals) í hverjum leik til að finna út hvernig staðan ætti í raun að vera. Markalíkurnar eru reiknaðar út frá hversu mörg og hversu góð marktækifæri liðanna eru í leikjunum og svona tölfræði er orðin mikil fræði í fótboltanum. Stigataflan út frá markalíkum ætti því að vera sanngjarna útgáfan af stöðu liðanna í deildinni. Samkvæmt henni ætti Manchester City að vera í toppsætinu en Liverpool í öðru sæti. Liverpool liðið hefur skorað þremur mörkum meira en liðið hefur átt að gera en það munar meira um að liðið hefur fengið á sig ellefu mörkum færra en markalíkurnar segja til um. Manchester City liðið hefur aftur á móti skorað tíu mörkum færra en liðið ætti að hafa gert samkvæmt fyrrnefndum markalíkum. City liðið er hins vegar að fá á sig jafnmörg mörk og markalíkur gefa tilefni til. Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni út frá markalíkum.Mynd/GiveMeSport Chelsea og Wolves ættu bæði að vera ofar en Leicester City og þar með í tveimur síðustu Meistaradeildarsætunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ættu síðan að vera í sjötta sætinu og þar með fyrir ofan lið eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Manchester United ætti í raun að vera í áttunda sæti og Tottenham dettur alla leið niður í fimmtánda sæti í þessari töflu. Arsenal er aftur á móti í þrettánda sætinu. Liðin sem eru ofar í töflunni en þau ættu að vera eru Liverpool, Leicester, Manchester United, Sheffield United, Burnley, Arsenal, Crystal Palace og Tottenham, West Ham, Newcastle og Aston Villa. Liðin sem hafa spilað betur en stigataflan segir eru aftur á móti Manchester City, Chelsea, Wolves, Everton, Southampton, Brighton, Watford, Norwich og Bournemouth.
Enski boltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira