Sýna fram á að Liverpool eigi ekki skilið að vera á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2020 09:30 Sergio Aguero pg félagar í Manchester City eru 25 stigum á eftir Liverpool í töflunni en ættu að vera í toppsætinu út frá markalíkum. Getty/Shaun Botterill Tölfræðin í fótbolta sýnir ýmislegt og þar á meðal að stigataflan segir oft hvergi nærri alla söguna. Gott dæmi um það eru yfirburðir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tölfræði leikjanna styður það samt ekki alveg. Enska úrvalsdeildin hefst aftur í þessari viku með frestuðum leikjum á miðvikudaginn en um næstu helgi verður síðan spiluð fyrsta umferðin af þeim níu sem eftir eru. Liverpool gæti orðið meistari strax á mánudaginn kemur ef úrslitin verða þeim hagstæð. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í 30 ár. Að öllu eðlilegu ættu slíkir yfirburðir að koma vel fram í tölfræðinni enda Liverpool liðið búið að vinna 27 af 29 deildarleikjum tímabilsins og hefur aðeins tapað einum leik. Tölfræðiveitan Infogol skoðaði hins vegar tölfræði tímabilsins og komst að því að tölfræðin sýni það og sanni að Liverpool eigi í raun ekki skilið að vera á toppnum. ?? 19. Newcastle?? 15. Tottenham?? 13. Arsenal?? 4. WolvesAccording to the data, Liverpool don't actually deserve to be top ??https://t.co/CiQpUJQ5zR— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 15, 2020 Infogol notaði tölfræðina yfir markalíkur (expected goals) í hverjum leik til að finna út hvernig staðan ætti í raun að vera. Markalíkurnar eru reiknaðar út frá hversu mörg og hversu góð marktækifæri liðanna eru í leikjunum og svona tölfræði er orðin mikil fræði í fótboltanum. Stigataflan út frá markalíkum ætti því að vera sanngjarna útgáfan af stöðu liðanna í deildinni. Samkvæmt henni ætti Manchester City að vera í toppsætinu en Liverpool í öðru sæti. Liverpool liðið hefur skorað þremur mörkum meira en liðið hefur átt að gera en það munar meira um að liðið hefur fengið á sig ellefu mörkum færra en markalíkurnar segja til um. Manchester City liðið hefur aftur á móti skorað tíu mörkum færra en liðið ætti að hafa gert samkvæmt fyrrnefndum markalíkum. City liðið er hins vegar að fá á sig jafnmörg mörk og markalíkur gefa tilefni til. Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni út frá markalíkum.Mynd/GiveMeSport Chelsea og Wolves ættu bæði að vera ofar en Leicester City og þar með í tveimur síðustu Meistaradeildarsætunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ættu síðan að vera í sjötta sætinu og þar með fyrir ofan lið eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Manchester United ætti í raun að vera í áttunda sæti og Tottenham dettur alla leið niður í fimmtánda sæti í þessari töflu. Arsenal er aftur á móti í þrettánda sætinu. Liðin sem eru ofar í töflunni en þau ættu að vera eru Liverpool, Leicester, Manchester United, Sheffield United, Burnley, Arsenal, Crystal Palace og Tottenham, West Ham, Newcastle og Aston Villa. Liðin sem hafa spilað betur en stigataflan segir eru aftur á móti Manchester City, Chelsea, Wolves, Everton, Southampton, Brighton, Watford, Norwich og Bournemouth. Enski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Tölfræðin í fótbolta sýnir ýmislegt og þar á meðal að stigataflan segir oft hvergi nærri alla söguna. Gott dæmi um það eru yfirburðir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Tölfræði leikjanna styður það samt ekki alveg. Enska úrvalsdeildin hefst aftur í þessari viku með frestuðum leikjum á miðvikudaginn en um næstu helgi verður síðan spiluð fyrsta umferðin af þeim níu sem eftir eru. Liverpool gæti orðið meistari strax á mánudaginn kemur ef úrslitin verða þeim hagstæð. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og vantar bara sex stig til að tryggja sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í 30 ár. Að öllu eðlilegu ættu slíkir yfirburðir að koma vel fram í tölfræðinni enda Liverpool liðið búið að vinna 27 af 29 deildarleikjum tímabilsins og hefur aðeins tapað einum leik. Tölfræðiveitan Infogol skoðaði hins vegar tölfræði tímabilsins og komst að því að tölfræðin sýni það og sanni að Liverpool eigi í raun ekki skilið að vera á toppnum. ?? 19. Newcastle?? 15. Tottenham?? 13. Arsenal?? 4. WolvesAccording to the data, Liverpool don't actually deserve to be top ??https://t.co/CiQpUJQ5zR— GiveMeSport (@GiveMeSport) June 15, 2020 Infogol notaði tölfræðina yfir markalíkur (expected goals) í hverjum leik til að finna út hvernig staðan ætti í raun að vera. Markalíkurnar eru reiknaðar út frá hversu mörg og hversu góð marktækifæri liðanna eru í leikjunum og svona tölfræði er orðin mikil fræði í fótboltanum. Stigataflan út frá markalíkum ætti því að vera sanngjarna útgáfan af stöðu liðanna í deildinni. Samkvæmt henni ætti Manchester City að vera í toppsætinu en Liverpool í öðru sæti. Liverpool liðið hefur skorað þremur mörkum meira en liðið hefur átt að gera en það munar meira um að liðið hefur fengið á sig ellefu mörkum færra en markalíkurnar segja til um. Manchester City liðið hefur aftur á móti skorað tíu mörkum færra en liðið ætti að hafa gert samkvæmt fyrrnefndum markalíkum. City liðið er hins vegar að fá á sig jafnmörg mörk og markalíkur gefa tilefni til. Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni út frá markalíkum.Mynd/GiveMeSport Chelsea og Wolves ættu bæði að vera ofar en Leicester City og þar með í tveimur síðustu Meistaradeildarsætunum. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton ættu síðan að vera í sjötta sætinu og þar með fyrir ofan lið eins og Manchester United, Tottenham og Arsenal. Manchester United ætti í raun að vera í áttunda sæti og Tottenham dettur alla leið niður í fimmtánda sæti í þessari töflu. Arsenal er aftur á móti í þrettánda sætinu. Liðin sem eru ofar í töflunni en þau ættu að vera eru Liverpool, Leicester, Manchester United, Sheffield United, Burnley, Arsenal, Crystal Palace og Tottenham, West Ham, Newcastle og Aston Villa. Liðin sem hafa spilað betur en stigataflan segir eru aftur á móti Manchester City, Chelsea, Wolves, Everton, Southampton, Brighton, Watford, Norwich og Bournemouth.
Enski boltinn Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira