Hervæðing bandarísku lögreglunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2020 19:00 Þessir lögreglumenn í Orlando beittu táragasi gegn mótmælendum á dögunum. AP/Joe Burbank Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi. 7,4 milljarðar Á síðasta áratug síðustu aldar samþykkti bandaríska þingið að færa mætti þau hergögn sem herinn hefur ekki þörf fyrir til löggæslustofnana. Þetta verkefni hefur gjarnan verið kallað Verkefni 1033 og eins og stendur í dag taka um 8.200 lögregluembætti þátt, samkvæmt því sem kemur fram á síðu yfirvalda um verkefnið. Undanfarna áratugi hefur bandaríska lögreglan fengið vörur að verðmæti um 7,4 milljarða dala í gegnum verkefnið. Að einhverjum hluta skrifstofubúnað, talstöðvar og fatnað en einnig brynvarin farartæki, hríðskotabyssur og önnur vopn. Jarðsprengjuþolin farartæki Í forsetatíð sinni undirritaði Barack Obama forsetatilskipun og bannaði að lögregla fengi til dæmis sprengjuvörpur og herþotur til afnota. Donald Trump felldi þessa tilskipun hins vegar úr gildi árið 2017. Á meðal þess dýrasta og stærsta sem lögreglan hefur fengið til afnota eru til dæmis farartæki, sérstaklega útbúin til að þola jarðsprengjur. Þessi farartæki voru hönnuð fyrir stríðin í Írak og Afganistan en eru nú komin til lögreglunnar þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Aukið lögregluofbeldi Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research and Politics árið 2017 eru skýrar vísbendingar um að lögregluofbeldi aukist eftir því sem umdæmið fær afnot af meiri og dýrari hergögnum. Almenn tölfræði um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sýnir svo nokkuð svarta stöðu. Miklu fleiri deyja í haldi lögreglu í Bandaríkjunum en í sambærilegum löndum, samkvæmt þeirri tölfræði sem CNN tók saman á dögunum. Sömuleiðis skýtur bandaríska lögreglan mun fleiri til bana. Þúsund á hverjar tíu milljónir íbúa samanborið við til dæmis þrjá á Bretlandi. Bandaríska lögreglan er svo nærri fjórum sinnum líklegri til þess að beita svart fólk valdi en hvítt og eru svartir karlmenn þrefalt líklegri til að deyja í haldi lögreglu en hvítir. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Bandaríski herinn hefur sent lögreglunni hergögn að verðmæti rúmlega sjö milljarða bandaríkjadala frá árinu 1990. Vísbendingar eru um að þau lögregluembætti sem fá meira af hergögnum beiti oftar ofbeldi. 7,4 milljarðar Á síðasta áratug síðustu aldar samþykkti bandaríska þingið að færa mætti þau hergögn sem herinn hefur ekki þörf fyrir til löggæslustofnana. Þetta verkefni hefur gjarnan verið kallað Verkefni 1033 og eins og stendur í dag taka um 8.200 lögregluembætti þátt, samkvæmt því sem kemur fram á síðu yfirvalda um verkefnið. Undanfarna áratugi hefur bandaríska lögreglan fengið vörur að verðmæti um 7,4 milljarða dala í gegnum verkefnið. Að einhverjum hluta skrifstofubúnað, talstöðvar og fatnað en einnig brynvarin farartæki, hríðskotabyssur og önnur vopn. Jarðsprengjuþolin farartæki Í forsetatíð sinni undirritaði Barack Obama forsetatilskipun og bannaði að lögregla fengi til dæmis sprengjuvörpur og herþotur til afnota. Donald Trump felldi þessa tilskipun hins vegar úr gildi árið 2017. Á meðal þess dýrasta og stærsta sem lögreglan hefur fengið til afnota eru til dæmis farartæki, sérstaklega útbúin til að þola jarðsprengjur. Þessi farartæki voru hönnuð fyrir stríðin í Írak og Afganistan en eru nú komin til lögreglunnar þegar þörfin er ekki lengur fyrir hendi. Aukið lögregluofbeldi Samkvæmt rannsókn sem birtist í ritrýnda tímaritinu Research and Politics árið 2017 eru skýrar vísbendingar um að lögregluofbeldi aukist eftir því sem umdæmið fær afnot af meiri og dýrari hergögnum. Almenn tölfræði um lögregluofbeldi í Bandaríkjunum sýnir svo nokkuð svarta stöðu. Miklu fleiri deyja í haldi lögreglu í Bandaríkjunum en í sambærilegum löndum, samkvæmt þeirri tölfræði sem CNN tók saman á dögunum. Sömuleiðis skýtur bandaríska lögreglan mun fleiri til bana. Þúsund á hverjar tíu milljónir íbúa samanborið við til dæmis þrjá á Bretlandi. Bandaríska lögreglan er svo nærri fjórum sinnum líklegri til þess að beita svart fólk valdi en hvítt og eru svartir karlmenn þrefalt líklegri til að deyja í haldi lögreglu en hvítir.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent