Ráðast í átak gegn örbylgjuloftnetum Atli Ísleifsson skrifar 12. júní 2020 09:00 Örbylgjuloftnetin eru enn víða á húsum og ef þau eru enn í sambandi við rafmagn veldur það truflunum á farsímasambandi í og við þau hús. PFS Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hyggst í sumar í samstarfi við fjarskiptafélögin Vodafone, Nova og Símann ráðast í átak til að vinna bug á ítrekuðum truflunum sem hafa orðið á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Eru truflanirnar sagðar tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. Í tilkynningu frá PFS segir að á undanförnum vikum og misserum hafi í vaxandi mæli orðið vart við truflanar sem tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. „Loftnetin voru notuð til að dreifa Fjölvarpinu fram til 2017 þegar þeim útsendingum var hætt. Örbylgjuloftnetin eru enn víða á húsum og ef þau eru enn í sambandi við rafmagn veldur það truflunum á farsímasambandi í og við þau hús. Dæmi um truflanir: Minni gæði á talsambandi farsíma SMS komast ekki til skila í fyrstu tilraun Símtöl ná ekki í gegn í fyrstu tilraun og þau slitna Streymi er hægt og höktir Almenn netþjónusta og gagnaflutningur er hægur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur m.a. það hlutverk að vakta truflanir á fjarskiptum, taka við kvörtunum og grípa til aðgerða þegar þörf er á,“ segir í tilkynningunni. Þetta á ekki við um UHF-sjónvarpsloftnet, eða greiðurnar svokölluðu. Þau loftnet eru enn virk og verða það næstu árin. Að finna víða á suðvesturhorninu Örbylgjuloftnetin eru útbreidd á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Vesturbæ Reykjavíkur, Fossvogi og á ákveðnum svæðum í Kópavogi og Hafnarfirði. Útsendingar Fjölvarpsins náðu sömuleiðis til Akraness, Selfoss og Reykjanesbæjar. „Talið er að allt að 20-30 þúsund loftnet geti verið að valda truflun og er verkefnið því viðamikið. Til að komast fyrir þessa truflun sem fyrst og á sem skemmstum tíma biðlum við til húseigenda á þessum svæðum að ganga í lið með okkur við að uppræta truflunina. Það er hægt að gera með þeim einfalda hætti að kanna fyrst hvort örbylgjuloftnet sé að finna á húsum og ef svo reynist, þarf að finna út úr því hvort þau séu enn þá tengd rafmagni og taka spennugjafa þeirra úr sambandi ef svo er,“ segir í tilkynningunni. PFS mun ráða sex sumarstarfsmenn til að sinna bilanaleit og verktaka til að aðstoða húseigendur við að aftengja búnað þegar þess er þörf. Fjarskipti Reykjavík Akranes Árborg Reykjanesbær Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hyggst í sumar í samstarfi við fjarskiptafélögin Vodafone, Nova og Símann ráðast í átak til að vinna bug á ítrekuðum truflunum sem hafa orðið á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Eru truflanirnar sagðar tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. Í tilkynningu frá PFS segir að á undanförnum vikum og misserum hafi í vaxandi mæli orðið vart við truflanar sem tengjast bilun í örbylgjuloftnetum. „Loftnetin voru notuð til að dreifa Fjölvarpinu fram til 2017 þegar þeim útsendingum var hætt. Örbylgjuloftnetin eru enn víða á húsum og ef þau eru enn í sambandi við rafmagn veldur það truflunum á farsímasambandi í og við þau hús. Dæmi um truflanir: Minni gæði á talsambandi farsíma SMS komast ekki til skila í fyrstu tilraun Símtöl ná ekki í gegn í fyrstu tilraun og þau slitna Streymi er hægt og höktir Almenn netþjónusta og gagnaflutningur er hægur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur m.a. það hlutverk að vakta truflanir á fjarskiptum, taka við kvörtunum og grípa til aðgerða þegar þörf er á,“ segir í tilkynningunni. Þetta á ekki við um UHF-sjónvarpsloftnet, eða greiðurnar svokölluðu. Þau loftnet eru enn virk og verða það næstu árin. Að finna víða á suðvesturhorninu Örbylgjuloftnetin eru útbreidd á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Vesturbæ Reykjavíkur, Fossvogi og á ákveðnum svæðum í Kópavogi og Hafnarfirði. Útsendingar Fjölvarpsins náðu sömuleiðis til Akraness, Selfoss og Reykjanesbæjar. „Talið er að allt að 20-30 þúsund loftnet geti verið að valda truflun og er verkefnið því viðamikið. Til að komast fyrir þessa truflun sem fyrst og á sem skemmstum tíma biðlum við til húseigenda á þessum svæðum að ganga í lið með okkur við að uppræta truflunina. Það er hægt að gera með þeim einfalda hætti að kanna fyrst hvort örbylgjuloftnet sé að finna á húsum og ef svo reynist, þarf að finna út úr því hvort þau séu enn þá tengd rafmagni og taka spennugjafa þeirra úr sambandi ef svo er,“ segir í tilkynningunni. PFS mun ráða sex sumarstarfsmenn til að sinna bilanaleit og verktaka til að aðstoða húseigendur við að aftengja búnað þegar þess er þörf.
Fjarskipti Reykjavík Akranes Árborg Reykjanesbær Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira