Skipta nöfnum leikmanna í enska út fyrir „Black Lives Matter“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 08:47 Mohamed Salah verður ekki með eftirnafn sitt aftan á Liverpool treyjunni í næsta leik liðsins í ensk úrvalsdeildinni sem verður á móti Everton á Goodison Park. Getty/Catherine Ivill Enska úrvalsdeildin hefst á ný á Þjóðhátíðardag Íslendinga í næstu viku og við munum sjá áberandi mun á keppnistreyjum leikmanna liðanna í leikjum fyrstu umferðarinnar eftir þriggja mánaða hlé. Ensku úrvalsdeildarliðin hafa nefnilega samþykkt það að skipta út nöfnum leikmanna á keppnistreyjunum. Í stað eftirnafna leikmanna verða sett einkunnarorð réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“, og með því er ætlunin að vekja athygli á og sýna réttindabaráttu blökkumanna stuðning. Premier League player names to be replaced on shirts by Black Lives Matter https://t.co/CgPeJXQqRw— The Guardian (@guardian) June 11, 2020 Tillagan var samþykkt á fundi ensku úrvalsdeildarinnar liðanna í gær en enskir miðlar segja frá þessu. Þetta verður samt ekki eina breytingin á búningum leikmanna því á þeim verður einnig hjartalagað barmmerki til heiðurs starfsmanna breska heilbrigðiskerfisins sem hafa staðið í ströngu í baráttunni við kórónuveiruna. Það er ekki búið að ákveða nákvæma staðsetningu barmmerkisins en það á að vera framan á keppnistreyjum leikmanna. Leikmenn fá einnig leyfi til þess að fara niður á hnén til að sýna réttindabaráttu svartra stuðnings en í Þýskalandi hafa lið stillt sér þannig upp við miðjuhringinn fyrir marga leiki að undanförnu. The Premier League is expected to replace player names on shirts with the words 'Black Lives Matter' | @JBurtTelegraph https://t.co/DYxsIN4WcH— Telegraph Football (@TeleFootball) June 11, 2020 Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með leik Aston Villa og Sheffield United á miðvikudaginn og strax á eftir verður síðan spilaður leikur Manchester City og Arsenal. Þessi fjögur lið áttu einmitt leik inni á hin lið deildarinnar. Eftir þessa leiki munu öll tuttugu lið deildarinnar eiga eftir að spila níu leiki. Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst á ný á Þjóðhátíðardag Íslendinga í næstu viku og við munum sjá áberandi mun á keppnistreyjum leikmanna liðanna í leikjum fyrstu umferðarinnar eftir þriggja mánaða hlé. Ensku úrvalsdeildarliðin hafa nefnilega samþykkt það að skipta út nöfnum leikmanna á keppnistreyjunum. Í stað eftirnafna leikmanna verða sett einkunnarorð réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“, og með því er ætlunin að vekja athygli á og sýna réttindabaráttu blökkumanna stuðning. Premier League player names to be replaced on shirts by Black Lives Matter https://t.co/CgPeJXQqRw— The Guardian (@guardian) June 11, 2020 Tillagan var samþykkt á fundi ensku úrvalsdeildarinnar liðanna í gær en enskir miðlar segja frá þessu. Þetta verður samt ekki eina breytingin á búningum leikmanna því á þeim verður einnig hjartalagað barmmerki til heiðurs starfsmanna breska heilbrigðiskerfisins sem hafa staðið í ströngu í baráttunni við kórónuveiruna. Það er ekki búið að ákveða nákvæma staðsetningu barmmerkisins en það á að vera framan á keppnistreyjum leikmanna. Leikmenn fá einnig leyfi til þess að fara niður á hnén til að sýna réttindabaráttu svartra stuðnings en í Þýskalandi hafa lið stillt sér þannig upp við miðjuhringinn fyrir marga leiki að undanförnu. The Premier League is expected to replace player names on shirts with the words 'Black Lives Matter' | @JBurtTelegraph https://t.co/DYxsIN4WcH— Telegraph Football (@TeleFootball) June 11, 2020 Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með leik Aston Villa og Sheffield United á miðvikudaginn og strax á eftir verður síðan spilaður leikur Manchester City og Arsenal. Þessi fjögur lið áttu einmitt leik inni á hin lið deildarinnar. Eftir þessa leiki munu öll tuttugu lið deildarinnar eiga eftir að spila níu leiki.
Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira