Hefur enga trú á því að Víkingur verði Íslandsmeistari: „Verða aldrei í topp fjórum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. júní 2020 07:30 Ágúst Eðvald og félagar eru ríkjandi bikarmeistarar. Vísir/Daníel Þór Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Möguleikar Víkings voru ræddir í upphitunarþætti Gumma Ben og spekinga hans á miðvikudagskvöldið er þeir ræddu þrjú síðustu liðin í stafrófsröð deildarinnar; Val, Víking og Stjörnuna. Það var farið yfir hverjir eru farnir og komnir frá síðustu leiktíð og Atli Viðar Björnsson segir að liðið sé slakara en það sem lið endaði tímabilið í fyrra en Guðmundur Andri Tryggvason hefur yfirgefið félagið. „Ef þeir ætla að vera Íslandsmeistarar er þetta langt frá því að verða nóg,“ sagði Atli Viðar er farið var yfir hverju voru komnir og farnir frá Víkings-liðinu frá síðustu leiktíð. „Víkingsliðið í dag er ekki betra en Víkingsliðið sem endaði mótið í fyrra og spilaði seinni hlutann. Það lið tók sextán stig í seinni umferðinni. Það gera 32 stig í heilu móti og það skilar þeim um miðja deild. Ég held að þeir þurfi að gera meira og þeir eru ekki tilbúnir að verða Íslandsmeistarar.“ Tómas Ingi er á sama máli og segir að það þurfi meira til. Hann hefur litla trú á Víkingum og segir að þeim vanti mann sem skori hátt í fimmtán mörk. Hann reiknar ekki með að Óttar Magnús Karlsson geti skorað svo mörg mörk og segir að liðið muni sakna Guðmundar Andra. „Þú sýndir skilti þar sem stóð að hann (Guðmundur Andri) var með sjö, Óttar fimm og Kwame (Quee) fjögur. Þeir þurfa tíu, tólf, fjórtán marka mann. Óttar getur verið tíu marka maður en ég held hann fari ekki upp í fjórtán fimmtán.“ „Þeir þurfa að vera með svoleiðis mann ef þeir ætla að vinna mótið. Ég hef enga trú á því á að þeir vinni þetta mót. Arnar spilar frábæran fótbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur en það er yfirleitt stigin sem telja.“ „Þrátt fyrir að hann spili flottan og skemmtilegan fótbolta, eins og hann vill spila hann, þá er hann ekki alltaf árangursríkur. Þeir eru með mikið af ungum strákum í bland við mikla reynslu. Það er gaman að horfa á Víking spila. Fín blanda en ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta verði ágætt eða lélegt. Þetta verður aldrei topp fjórir en ég giska á fimm til níu.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um titilvonir Víkinga Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, einn af spekingum Pepsi Max-markanna, hefur enga trú á því að bikarmeistarar Víkings muni berjast við toppinn í Pepsi Max-deild karla í sumar. Möguleikar Víkings voru ræddir í upphitunarþætti Gumma Ben og spekinga hans á miðvikudagskvöldið er þeir ræddu þrjú síðustu liðin í stafrófsröð deildarinnar; Val, Víking og Stjörnuna. Það var farið yfir hverjir eru farnir og komnir frá síðustu leiktíð og Atli Viðar Björnsson segir að liðið sé slakara en það sem lið endaði tímabilið í fyrra en Guðmundur Andri Tryggvason hefur yfirgefið félagið. „Ef þeir ætla að vera Íslandsmeistarar er þetta langt frá því að verða nóg,“ sagði Atli Viðar er farið var yfir hverju voru komnir og farnir frá Víkings-liðinu frá síðustu leiktíð. „Víkingsliðið í dag er ekki betra en Víkingsliðið sem endaði mótið í fyrra og spilaði seinni hlutann. Það lið tók sextán stig í seinni umferðinni. Það gera 32 stig í heilu móti og það skilar þeim um miðja deild. Ég held að þeir þurfi að gera meira og þeir eru ekki tilbúnir að verða Íslandsmeistarar.“ Tómas Ingi er á sama máli og segir að það þurfi meira til. Hann hefur litla trú á Víkingum og segir að þeim vanti mann sem skori hátt í fimmtán mörk. Hann reiknar ekki með að Óttar Magnús Karlsson geti skorað svo mörg mörk og segir að liðið muni sakna Guðmundar Andra. „Þú sýndir skilti þar sem stóð að hann (Guðmundur Andri) var með sjö, Óttar fimm og Kwame (Quee) fjögur. Þeir þurfa tíu, tólf, fjórtán marka mann. Óttar getur verið tíu marka maður en ég held hann fari ekki upp í fjórtán fimmtán.“ „Þeir þurfa að vera með svoleiðis mann ef þeir ætla að vinna mótið. Ég hef enga trú á því á að þeir vinni þetta mót. Arnar spilar frábæran fótbolta og skemmtilegan fyrir áhorfendur en það er yfirleitt stigin sem telja.“ „Þrátt fyrir að hann spili flottan og skemmtilegan fótbolta, eins og hann vill spila hann, þá er hann ekki alltaf árangursríkur. Þeir eru með mikið af ungum strákum í bland við mikla reynslu. Það er gaman að horfa á Víking spila. Fín blanda en ég hef svolítið á tilfinningunni að þetta verði ágætt eða lélegt. Þetta verður aldrei topp fjórir en ég giska á fimm til níu.“ Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um titilvonir Víkinga
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira