Við fáum ekki Íslendingaslag í þýsku bikarúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2020 15:57 Sandra María Jessen stóð sig vel og var nálægt því að jafna metin. Hún spilaði vinstri bakvörð í leiknum. Getty/TF-Images Sandra María Jessen og félögum í Bayer Leverkusen tókst ekki að tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum í dag þegar liðið tapaði undanúrslitaleiknum sínum á móti Essen. Essen vann leikinn 3-1 en spilað var í Köln. Essen er fjórum sætum og fimmtán stigum ofar í töflunni og var því sigurstranglegra fyrir leikinn. SGS Essen tryggði sér þar með sæti í bikarúrslitaleiknum á móti Wolfsburg og við fáum ekki Íslendingaslag að þessu sinni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Wolfsburg hafði áður unnið sinn undanúrslitaleik 5-0 en þær geta unnið bikarinn sjötta árið í röð. Sara Björk hefur verið með í síðustu þremur. Sandra María Jessen spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Bayer Leverkusen liðinu í leiknum í dag og stóð sig vel. Sandra María var nálægt því að skora á 65. mínútu en skaut þá yfir úr teignum eftir hornspyrnu. Staðan var þá 2-1 og hefði hún getað jafnað í 2-2. Fyrri hálfleikurinn var Bayer Leverkusen erfiður því Essen komst í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og skoraði svo annað mark rétt fyrir hálfleik. Bayer Leverkusen fékk vítaspyrnu á 57. mínútu og Merle Barth minnkaði muninn með að skora af öryggi úr henni. Vítið var dæmt á hendi varnarmanns Essen liðsins. Essen skoraði síðan þriðja markið í uppbótatíma en áður hafði Bayer Leverkusen náð að skapa sér nokkur fín færi til að jafna metin. #BlackLivesMatter. . #B04SGS | #DFBPokalFrauen | #Bayer04 pic.twitter.com/pbyrGQ31wx— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) June 10, 2020 Bæði lið fór á hnén fyrir leikinn til stuðnings réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“ og hér fyrir ofan má sjá Sandra María Jessen (númer 22) á mynd af Twitter-síðu Bayer Leverkusen. Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Sandra María Jessen og félögum í Bayer Leverkusen tókst ekki að tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum í dag þegar liðið tapaði undanúrslitaleiknum sínum á móti Essen. Essen vann leikinn 3-1 en spilað var í Köln. Essen er fjórum sætum og fimmtán stigum ofar í töflunni og var því sigurstranglegra fyrir leikinn. SGS Essen tryggði sér þar með sæti í bikarúrslitaleiknum á móti Wolfsburg og við fáum ekki Íslendingaslag að þessu sinni. Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í Wolfsburg hafði áður unnið sinn undanúrslitaleik 5-0 en þær geta unnið bikarinn sjötta árið í röð. Sara Björk hefur verið með í síðustu þremur. Sandra María Jessen spilaði í vinstri bakvarðarstöðunni hjá Bayer Leverkusen liðinu í leiknum í dag og stóð sig vel. Sandra María var nálægt því að skora á 65. mínútu en skaut þá yfir úr teignum eftir hornspyrnu. Staðan var þá 2-1 og hefði hún getað jafnað í 2-2. Fyrri hálfleikurinn var Bayer Leverkusen erfiður því Essen komst í 1-0 eftir aðeins þrjár mínútur og skoraði svo annað mark rétt fyrir hálfleik. Bayer Leverkusen fékk vítaspyrnu á 57. mínútu og Merle Barth minnkaði muninn með að skora af öryggi úr henni. Vítið var dæmt á hendi varnarmanns Essen liðsins. Essen skoraði síðan þriðja markið í uppbótatíma en áður hafði Bayer Leverkusen náð að skapa sér nokkur fín færi til að jafna metin. #BlackLivesMatter. . #B04SGS | #DFBPokalFrauen | #Bayer04 pic.twitter.com/pbyrGQ31wx— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) June 10, 2020 Bæði lið fór á hnén fyrir leikinn til stuðnings réttindabaráttu svartra, „Black Lives Matter“ og hér fyrir ofan má sjá Sandra María Jessen (númer 22) á mynd af Twitter-síðu Bayer Leverkusen.
Þýski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira