Innlent

Sjö starfs­mönnum á Þing­völlum sagt upp

Atli Ísleifsson skrifar
Gríðarlegur samdráttur hefur verið í komu gesta í þjóðgarðinn síðustu vikur og mánuði.
Gríðarlegur samdráttur hefur verið í komu gesta í þjóðgarðinn síðustu vikur og mánuði. Vísir/Vilhelm

Sjö fastráðnum starfsmönnum Þjóðgarðsins á Þingvöllum í þjónustumiðstöðinni á Leirum og sömuleiðis versluninni í gestastofunni á Hakinu hefur verið sagt upp störfum.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Ein­ar Á. E. Sæ­mundsen þjóðgarðsverði að rekja megi uppsagnirnar til endurskipulagningar vegna gríðarlegs samdráttar í komu ferðamanna vegna heimsfaraldursins.

Einar segir að starfsemin á Þingvöllum hafi að hluta verið byggð á sértekjum svo sem sölu minjagripa. Slíkt hafi skilað 300 til 400 milljóna króna á ári til þjóðgarðsins en engin sala hafi hins vegar verið síðustu vikurnar.

Einnig kemur fram í fréttinni að til standi að útvista verslunarrekstri og veitingasölu á Þingvöllum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×