Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2020 23:06 Fossinn Dynjandi í Arnarfirði, einnig þekktur sem Fjallfoss. Stöð 2/Skjáskot. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst sjá vegagerð um Dynjandisheiði í höfn og að raforkuöryggi verði tryggt á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fossinn Dynjandi er þegar friðlýstur en fyrir lá tillaga, byggð á vinnu samstarfshóps umhverfisráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Ísafjarðarbæjar, um verulega stækkun friðlandsins með gerð þjóðgarðs, sem myndi einnig ná yfir Geirþjófsfjörð og friðland Vatnsfjarðar sem og Dynjandisheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti hins vegar á fundi sínum fyrir helgi, með níu samhljóða atkvæðum, að fresta afgreiðslu málsins. Héraðsmiðillinn Bæjarins besta greindi fyrst frá málinu. Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans, sem mælti fyrir frestun, segir tvennt vaka fyrir bæjarstjórninni; að tryggja að fyrirhuguð vegagerð um Dynjandisheiði komist í höfn - og helst að henni verði lokið áður en svæðið verði gert að þjóðgarði - og einnig að sjá raforkuöryggi tryggt á Vestfjörðum. Séð yfir ósa Hvalár. Ófeigsfjörður í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftir að Hvalárvirkjun hafi verið slegið á frest þurfi að leita annarra leiða til að afla raforku á Vestfjörðum, og þótt enginn sé að tala um að taka vatn af Dynjanda geti verið aðrir möguleikar á svæðinu til virkjana sem ekki megi girða fyrir, að sögn Sigurðar. Bæjarstjórnin telji það forsendu raforkuöryggis á Vestfjörðum að virkjað verði innan fjórðungsins. Þá leynir Sigurður því ekki að menn séu brenndir eftir að hafa horft á feril Teigsskógarmálsins síðustu fimmtán ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Umhverfismál Samgöngur Teigsskógur Dýrafjarðargöng Vesturbyggð Orkumál Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst sjá vegagerð um Dynjandisheiði í höfn og að raforkuöryggi verði tryggt á Vestfjörðum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fossinn Dynjandi er þegar friðlýstur en fyrir lá tillaga, byggð á vinnu samstarfshóps umhverfisráðuneytis, Umhverfisstofnunar og Ísafjarðarbæjar, um verulega stækkun friðlandsins með gerð þjóðgarðs, sem myndi einnig ná yfir Geirþjófsfjörð og friðland Vatnsfjarðar sem og Dynjandisheiði. Vegurinn um Dynjandisheiði á Vestfjörðum er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn á þjóðvegakerfi landsins.Vísir/Egill Aðalsteinsson. Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti hins vegar á fundi sínum fyrir helgi, með níu samhljóða atkvæðum, að fresta afgreiðslu málsins. Héraðsmiðillinn Bæjarins besta greindi fyrst frá málinu. Sigurður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi Í-listans, sem mælti fyrir frestun, segir tvennt vaka fyrir bæjarstjórninni; að tryggja að fyrirhuguð vegagerð um Dynjandisheiði komist í höfn - og helst að henni verði lokið áður en svæðið verði gert að þjóðgarði - og einnig að sjá raforkuöryggi tryggt á Vestfjörðum. Séð yfir ósa Hvalár. Ófeigsfjörður í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Eftir að Hvalárvirkjun hafi verið slegið á frest þurfi að leita annarra leiða til að afla raforku á Vestfjörðum, og þótt enginn sé að tala um að taka vatn af Dynjanda geti verið aðrir möguleikar á svæðinu til virkjana sem ekki megi girða fyrir, að sögn Sigurðar. Bæjarstjórnin telji það forsendu raforkuöryggis á Vestfjörðum að virkjað verði innan fjórðungsins. Þá leynir Sigurður því ekki að menn séu brenndir eftir að hafa horft á feril Teigsskógarmálsins síðustu fimmtán ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Umhverfismál Samgöngur Teigsskógur Dýrafjarðargöng Vesturbyggð Orkumál Deilur um Hvalárvirkjun Tengdar fréttir Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Sjá meira
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00
Göng á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar hluti umhverfismats Stutt jarðgöng efst á Dynjandisheiði og þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund eru meðal valkosta sem Vegagerðin hefur kynnt vegna endurnýjunar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 7. janúar 2020 22:30
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15