Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2020 22:35 Efsta brekkan Dýrafjarðarmegin rudd. Mynd/Haukur Sigurðsson. Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöngin opnast en þau eiga að leysa heiðina af hólmi fyrir næsta vetur. Myndir af mokstrinum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Snjóblásari, jarðýta og hjólaskófla hófu að moka Hrafnseyrarheiðina á mánudag en dagana á undan hafði tækjaflokkur Vegagerðarinnar rutt Dynjandisheiði. Þegar Haukur Sigurðsson myndaði snjóruðningstækin í gær voru þau í efstu brekkunni Dýrafjarðarmegin og áttu stutt eftir upp á brún hinnar 552 metra háu Hrafnseyrarheiðar. Snjóruðningsmenn vinna sig niður snjófargið í þrepum.Mynd/Haukur Sigurðsson. Erfiðasti og snjóþyngsti kaflinn var þá eftir, efsta brekkan Arnarfjarðarmegin, en þar býst yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, Guðmundur Björgvinsson, við að snjóstálið sé tíu til tólf metra hátt. Það er lýsandi fyrir hversu erfiður farartálmi þessi heiði er fyrir samgöngur innan Vestfjarðar að hún hefur verið ófær frá því um miðjan desember eða í hartnær fimm mánuði. Guðmundur kvaðst í dag bjartsýnn á að það tækist að opna Hrafnseyrarheiði á morgun, fimmtudag, en þar með opnast vesturleiðin til Ísafjarðar. Horft til Dýrafjarðar. Fjær sést í Brekkudal og Sandafell ofan Þingeyrar.Mynd/Haukur Sigurðsson. En þetta gætu líka verið sögulegar myndir því þetta er að öllum líkindum í síðasta sinn sem svo umfangsmikill snjómokstur fer fram að vori á Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöngum er nefnilega ætlað að leysa heiðina af hólmi og vonast er til að göngin verði tilbúin fyrir næsta vetur. Það gæti þó farið svo að vegagerðarmenn moki heiðina oftar, en þá í júnímánuði í talsvert minni snjó. Að sögn Guðmundar eru áform uppi um að viðhalda Hrafnseyrarheiði sem tengivegi milli Þingeyrar og Hrafnseyrar á sumrin. Heiðin gæti þá jafnframt þjónað sem vegminjar um hrikalegar vestfirskar heiðar og gæti sem slík orðið vinsæl ökuleið enda þykir útsýnið af henni stórbrotið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hér má sjá útsýnið af heiðinni að sumri: Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöngin opnast en þau eiga að leysa heiðina af hólmi fyrir næsta vetur. Myndir af mokstrinum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Snjóblásari, jarðýta og hjólaskófla hófu að moka Hrafnseyrarheiðina á mánudag en dagana á undan hafði tækjaflokkur Vegagerðarinnar rutt Dynjandisheiði. Þegar Haukur Sigurðsson myndaði snjóruðningstækin í gær voru þau í efstu brekkunni Dýrafjarðarmegin og áttu stutt eftir upp á brún hinnar 552 metra háu Hrafnseyrarheiðar. Snjóruðningsmenn vinna sig niður snjófargið í þrepum.Mynd/Haukur Sigurðsson. Erfiðasti og snjóþyngsti kaflinn var þá eftir, efsta brekkan Arnarfjarðarmegin, en þar býst yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, Guðmundur Björgvinsson, við að snjóstálið sé tíu til tólf metra hátt. Það er lýsandi fyrir hversu erfiður farartálmi þessi heiði er fyrir samgöngur innan Vestfjarðar að hún hefur verið ófær frá því um miðjan desember eða í hartnær fimm mánuði. Guðmundur kvaðst í dag bjartsýnn á að það tækist að opna Hrafnseyrarheiði á morgun, fimmtudag, en þar með opnast vesturleiðin til Ísafjarðar. Horft til Dýrafjarðar. Fjær sést í Brekkudal og Sandafell ofan Þingeyrar.Mynd/Haukur Sigurðsson. En þetta gætu líka verið sögulegar myndir því þetta er að öllum líkindum í síðasta sinn sem svo umfangsmikill snjómokstur fer fram að vori á Hrafnseyrarheiði. Dýrafjarðargöngum er nefnilega ætlað að leysa heiðina af hólmi og vonast er til að göngin verði tilbúin fyrir næsta vetur. Það gæti þó farið svo að vegagerðarmenn moki heiðina oftar, en þá í júnímánuði í talsvert minni snjó. Að sögn Guðmundar eru áform uppi um að viðhalda Hrafnseyrarheiði sem tengivegi milli Þingeyrar og Hrafnseyrar á sumrin. Heiðin gæti þá jafnframt þjónað sem vegminjar um hrikalegar vestfirskar heiðar og gæti sem slík orðið vinsæl ökuleið enda þykir útsýnið af henni stórbrotið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjá einnig hér: Vilja varðveita Hrafnseyrarheiði Hér má sjá útsýnið af heiðinni að sumri:
Samgöngur Ísafjarðarbær Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43