Telja ný sönnunargögn renna stoðum undir að Anne-Elisabeth hafi verið myrt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 17:40 Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Rannsókn málsins teygir anga sína víða. Samsett/EPA Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. Tom er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Sönnunargögn sem komið hafa fram frá handtökunni eru talin renna stoðum undir það að Anne-Elisabeth hafi verið myrt en þó er enn talinn möguleiki að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Megintilgátan nú er þó að hún hafi verið myrt segir Haris Hrenovica, saksóknari í samtali við norska ríkisútvarpið. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi í Noregi og hefur ekkert til hennar spurst síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn til að vitja konu sinnar. Lögreglan telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Meintir mannræningjar, sem eiga að hafa skilið eftir téð bréf, krefjast milljónir króna lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar og sendi þeim síðast, að því er við vitum, skilaboð í lok maí þar sem hann kvaðst reiðubúinn að greiða lausnargjaldið. Þrátt fyrir að Tom Hagen hafi verið sleppt úr gæsluvarðhaldi heldur lögreglurannsóknin í Sloraveien áfram og fékk lögreglan sérstakt leyfi frá dómara til þess þar sem talið er að heimili þjónanna geymi sönnunargögn sem þjóni lykilhlutverki í málinu. Þá hefur lögreglan fengið leyfi til að framkvæma svokallaða „þriðjaaðilaleit“ (no. tredjemannsransakelser) á heimilinu. Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47 Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Norska lögreglan segist hafa uppgötvað ný sönnunargögn í máli Tom Hagen síðan hann var handtekinn 28. apríl síðastliðinn sem renni stoðum undir þá kenningu að Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona hans, hafi verið myrt. Tom er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen að bana í október 2018 eða að hafa átt aðild að morðinu. Sönnunargögn sem komið hafa fram frá handtökunni eru talin renna stoðum undir það að Anne-Elisabeth hafi verið myrt en þó er enn talinn möguleiki að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Megintilgátan nú er þó að hún hafi verið myrt segir Haris Hrenovica, saksóknari í samtali við norska ríkisútvarpið. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi í Noregi og hefur ekkert til hennar spurst síðan 31. október 2018. Strax sama dag hitti Tom Hagen lögregluþjón á bensínstöð í grennd við heimili hjónanna og sýndi honum fimm blaðsíðna bréf, sem sá fyrrnefndi kvaðst hafa fundið þegar hann kom heim úr vinnu fyrr um daginn til að vitja konu sinnar. Lögreglan telur að bréfið hafi verið skrifað til að villa um fyrir rannsakendum og hylma yfir morðið á Anne-Elisabeth. Meintir mannræningjar, sem eiga að hafa skilið eftir téð bréf, krefjast milljónir króna lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Tom Hagen hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar og sendi þeim síðast, að því er við vitum, skilaboð í lok maí þar sem hann kvaðst reiðubúinn að greiða lausnargjaldið. Þrátt fyrir að Tom Hagen hafi verið sleppt úr gæsluvarðhaldi heldur lögreglurannsóknin í Sloraveien áfram og fékk lögreglan sérstakt leyfi frá dómara til þess þar sem talið er að heimili þjónanna geymi sönnunargögn sem þjóni lykilhlutverki í málinu. Þá hefur lögreglan fengið leyfi til að framkvæma svokallaða „þriðjaaðilaleit“ (no. tredjemannsransakelser) á heimilinu.
Noregur Anne-Elisabeth Hagen Tengdar fréttir Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30 Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47 Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5. júní 2020 23:30
Heldur áfram samningaviðræðum við meinta mannræningja Norski auðkýfingurinn Tom Hagen, sem grunaður er um morðið á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen, hefur ekki látið af samningaviðræðum við meinta mannræningja konu sinnar. 2. júní 2020 21:47
Telja líklegast að Anne-Elisabeth hafi verið kyrkt og líkinu ekið brott Lögregla í Noregi telur að Anne-Elisabeth Hagen, sem saknað hefur verið síðan í lok október árið 2018, hafi verið myrt inni á heimili hennar og eiginmannsins, auðkýfingsins Tom Hagen. 22. maí 2020 12:29