Arnar Gunnlaugs: Þeir kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2020 21:30 Arnar var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var nokkuð brattur þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs mætast. „Bara þetta know how með það hvernig á að vinna leiki. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu KR liði. Þeir hafa sigurhefðina sem við erum að sækjast eftir. Mér fannst við spila vel í dag, mér fannst heilt yfir meiri fótboltabragur yfir okkar liði en þeir bara kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það til að komast á þetta stig sem KR er búið að vera á í fleiri áratugi,“ sagði Arnar um muninn á liðunum í dag. „Mér fannst þetta hörkuleikur, það var barist og hátt tempó en það vantaði aðeins upp á gæðin. Þegar við vorum komnir í góða stöðu til að gefa fyrir þá klikkaði síðasta sendingin eða fyrirgjöfin, það vantaði herslumuninn en heilt yfir mjög sáttur með hvernig þetta þriggja leikja prógram fyrir Íslandsmótið hefur farið þó það sé sárt að ná ekki titli í dag en ég er samt nokkuð sáttur við frammistöðu minna stráka,“ sagði Arnar einnig um muninn á til að mynda leik dagsins og æfingaleikjum Víkinga þar sem liðið skoraði þrjú mörk gegn Gróttu og fjögur gegn Stjörnunni. „Það var titill í boði og það er alltaf gott að fá titil á ferilskránna. KR hefur stolt og sigurhefð svo þeim langaði í titil líka, vel mætt og völlurinn fínn. Þetta gefur góða raun fyrir sumarið og við stóðum okkur vel en þurfum að skerpa á nokkrum hlutum sem við munum gera fyrir fyrsta leik á móti Fjölni í næstu viku,“ sagði Arnar að lokum varðandi það sem var undir í leik kvöldsins en oft hafa leikir sem þessir verið titlaðir meira sem æfingaleikir en mótsleikir. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var nokkuð brattur þrátt fyrir 1-0 tap gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs mætast. „Bara þetta know how með það hvernig á að vinna leiki. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu KR liði. Þeir hafa sigurhefðina sem við erum að sækjast eftir. Mér fannst við spila vel í dag, mér fannst heilt yfir meiri fótboltabragur yfir okkar liði en þeir bara kunna þetta og við þurfum að gjöra svo vel að læra það til að komast á þetta stig sem KR er búið að vera á í fleiri áratugi,“ sagði Arnar um muninn á liðunum í dag. „Mér fannst þetta hörkuleikur, það var barist og hátt tempó en það vantaði aðeins upp á gæðin. Þegar við vorum komnir í góða stöðu til að gefa fyrir þá klikkaði síðasta sendingin eða fyrirgjöfin, það vantaði herslumuninn en heilt yfir mjög sáttur með hvernig þetta þriggja leikja prógram fyrir Íslandsmótið hefur farið þó það sé sárt að ná ekki titli í dag en ég er samt nokkuð sáttur við frammistöðu minna stráka,“ sagði Arnar einnig um muninn á til að mynda leik dagsins og æfingaleikjum Víkinga þar sem liðið skoraði þrjú mörk gegn Gróttu og fjögur gegn Stjörnunni. „Það var titill í boði og það er alltaf gott að fá titil á ferilskránna. KR hefur stolt og sigurhefð svo þeim langaði í titil líka, vel mætt og völlurinn fínn. Þetta gefur góða raun fyrir sumarið og við stóðum okkur vel en þurfum að skerpa á nokkrum hlutum sem við munum gera fyrir fyrsta leik á móti Fjölni í næstu viku,“ sagði Arnar að lokum varðandi það sem var undir í leik kvöldsins en oft hafa leikir sem þessir verið titlaðir meira sem æfingaleikir en mótsleikir.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira