„Hver á alla þessa Salem pakka af sígarettum?“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júní 2020 20:30 Konurnar í Kvenfélaginu Einingu í Holtum hafa gengið um 75 kílómetra og týnt allt rusl, sem þær hafa séð við vegina í sveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárvallasýslu hafa sýnt mikinn dugnað síðustu fimm vikur því þær hafa hist einn dag í viku og tínt rusl meðfram vegum í sveitinni, alls um 75 kílómetra leið. Áður en ruslatínslan hefst hafa konurnar alltaf hist á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þær fara í vestin sín og ruslapokum er útdeilt til þeirra. Síðasti rusladagurinn var á fimmtudaginn en þá hittust þær við sjoppuna hjá Vegamótum við Suðurlandsveg. Konurnar hafa fundið margt forvitnilegt. „Þetta eru allskonar brúsar, bensínbrúsar, hjólkoppar og alveg fullnýttir bensínbrúsar. Við höfum fundið líka mikið af batteríum og netum af heyrúllum hjá bændum, það er algjör óþverri“, segir Klara Sæland, yfirruslamálaráðherra félagsins. Konurnar segjast líka hafa fundið mikið af brotnum vegastikum, púströrum og marga Salem pakka af sígarettum. „Við erum rosalega forvitnar hver á þá, já, það eru kannski komnir sex til sjö salempakkar“, skýtur ein kvenfélagskonan inn í. Það er engin að reykja Winston lengur, við höfum líka fundið einn og einn Camel-pakka.“ Konurnar sem hafa mætt alla síðustu fimm fimmtudaga til að týna rusl á vegum félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En af hverju eru konurnar að tína allt þetta rusl? „Þetta er bæði áhugamál hjá mér og fleirum. Við byrjuðum í fyrra, það var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur. Hreyfing, samvera og vinátta skiptir líka máli, það er númer eitt“, segir Klara. Þórdís Ingólfsdóttir, formaður félagsins segir konurnar líka fá mikla hreyfingu út úr ruslatínslunni, sem sé mikill bónus. „Já, þú þarft að fara ofan í skurði, hoppa út úr bíl, upp í bíl, tína rusl, halda á pokum. Við vorum að reikna lauslega kílómetrana hérna í Holtahreppi, þetta eru um 75 kílómetrar, sem við erum búnar að ganga meðfram vegum, við erum mjög ánægðar með okkur enda erum við eitt af flottustu kvenfélögum landsins,“ segir Þórdís og hlær. Umhverfismál Rangárþing ytra Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Kvenfélagskonur í kvenfélaginu Einingu í Holtum í Rangárvallasýslu hafa sýnt mikinn dugnað síðustu fimm vikur því þær hafa hist einn dag í viku og tínt rusl meðfram vegum í sveitinni, alls um 75 kílómetra leið. Áður en ruslatínslan hefst hafa konurnar alltaf hist á fyrir fram ákveðnum stað þar sem þær fara í vestin sín og ruslapokum er útdeilt til þeirra. Síðasti rusladagurinn var á fimmtudaginn en þá hittust þær við sjoppuna hjá Vegamótum við Suðurlandsveg. Konurnar hafa fundið margt forvitnilegt. „Þetta eru allskonar brúsar, bensínbrúsar, hjólkoppar og alveg fullnýttir bensínbrúsar. Við höfum fundið líka mikið af batteríum og netum af heyrúllum hjá bændum, það er algjör óþverri“, segir Klara Sæland, yfirruslamálaráðherra félagsins. Konurnar segjast líka hafa fundið mikið af brotnum vegastikum, púströrum og marga Salem pakka af sígarettum. „Við erum rosalega forvitnar hver á þá, já, það eru kannski komnir sex til sjö salempakkar“, skýtur ein kvenfélagskonan inn í. Það er engin að reykja Winston lengur, við höfum líka fundið einn og einn Camel-pakka.“ Konurnar sem hafa mætt alla síðustu fimm fimmtudaga til að týna rusl á vegum félagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En af hverju eru konurnar að tína allt þetta rusl? „Þetta er bæði áhugamál hjá mér og fleirum. Við byrjuðum í fyrra, það var svo gaman að við ákváðum að gera þetta aftur. Hreyfing, samvera og vinátta skiptir líka máli, það er númer eitt“, segir Klara. Þórdís Ingólfsdóttir, formaður félagsins segir konurnar líka fá mikla hreyfingu út úr ruslatínslunni, sem sé mikill bónus. „Já, þú þarft að fara ofan í skurði, hoppa út úr bíl, upp í bíl, tína rusl, halda á pokum. Við vorum að reikna lauslega kílómetrana hérna í Holtahreppi, þetta eru um 75 kílómetrar, sem við erum búnar að ganga meðfram vegum, við erum mjög ánægðar með okkur enda erum við eitt af flottustu kvenfélögum landsins,“ segir Þórdís og hlær.
Umhverfismál Rangárþing ytra Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira