Notkun táragass sætir gagnrýni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 19:30 Þessi mynd er tekin í Orlando í Flórída þann 2. júní þar sem lögregla hafði beitt táragasi gegn mótmælendum. AP Notkun táragass gegn mótmælendum í Bandaríkjunum sætir verulegri gagnrýni í þeirri mótmælaöldu sem þar nú geysar. Ekki síður í ljósi þess að táragas er flokkað sem efnavopn sem bannað er að nota í stríði. Í fréttum og á samfélagsmiðlum hefur birst fjöldinn allur af myndum og myndböndum undanfarnar vikur þar sem lögregla sést beita piparúða og jafnvel táragasi gegn mótmælendum. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um notkun lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum og sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi til að dreifa mannfjölda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. Með öðrum orðum: Lögregla má beita því gegn borgurum í óeirðum innanlands en hermenn ekki í stríði. Lögreglan í New Orleans svaraði fyrir beitingu lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum þar í borg á miðvikudaginn. „Við réðumst ekki á neinn. Við beittum ekki gasi á friðsöm mótmæli. Við notuðum gas á einstaklinga sem kusu að beita valdi gegn lögreglumönnum þegar þeir voru einfaldlega að reyna að vernda líf borgaranna okkar og annarra sem kusu að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til friðsamlegra mótmæla,“ sagði yfirlögregluþjónninn Shaun Ferguson í yfirlýsingu. Réttlæting valdstjórnarinnar á beitingu táragass hefur fallið í grýttan jarðveg. Táragas getur valdið margvíslegum einkennum, svo sem sviða og stingandi brunatilfinningu í húð, augum og munni, andþrengslum, hósta og jafnvel útbrotum og blöðrum eftir langvarandi snertingu við efnið. Einkenni líða þó oftast fljótt hjá þegar fólk kemst í burtu úr menguninni að því er lesa má í fræðsluefni á vef Landspítalans. Táragasi hefur ekki aðeins verið beitt gegn mótmælendum í Bandaríkjunum heldur einnig víða um heiminn. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Notkun táragass gegn mótmælendum í Bandaríkjunum sætir verulegri gagnrýni í þeirri mótmælaöldu sem þar nú geysar. Ekki síður í ljósi þess að táragas er flokkað sem efnavopn sem bannað er að nota í stríði. Í fréttum og á samfélagsmiðlum hefur birst fjöldinn allur af myndum og myndböndum undanfarnar vikur þar sem lögregla sést beita piparúða og jafnvel táragasi gegn mótmælendum. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um notkun lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum og sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi til að dreifa mannfjölda í þeim tilgangi að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir. Með öðrum orðum: Lögregla má beita því gegn borgurum í óeirðum innanlands en hermenn ekki í stríði. Lögreglan í New Orleans svaraði fyrir beitingu lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum þar í borg á miðvikudaginn. „Við réðumst ekki á neinn. Við beittum ekki gasi á friðsöm mótmæli. Við notuðum gas á einstaklinga sem kusu að beita valdi gegn lögreglumönnum þegar þeir voru einfaldlega að reyna að vernda líf borgaranna okkar og annarra sem kusu að nýta stjórnarskrárvarinn rétt sinn til friðsamlegra mótmæla,“ sagði yfirlögregluþjónninn Shaun Ferguson í yfirlýsingu. Réttlæting valdstjórnarinnar á beitingu táragass hefur fallið í grýttan jarðveg. Táragas getur valdið margvíslegum einkennum, svo sem sviða og stingandi brunatilfinningu í húð, augum og munni, andþrengslum, hósta og jafnvel útbrotum og blöðrum eftir langvarandi snertingu við efnið. Einkenni líða þó oftast fljótt hjá þegar fólk kemst í burtu úr menguninni að því er lesa má í fræðsluefni á vef Landspítalans. Táragasi hefur ekki aðeins verið beitt gegn mótmælendum í Bandaríkjunum heldur einnig víða um heiminn.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira