Innlent

Börðu menn og rændu veski

Kjartan Kjartansson skrifar
Tilkynnt var um bæði málin til lögreglustöðvar 1 á Hverfisgötu í Reykjavík.
Tilkynnt var um bæði málin til lögreglustöðvar 1 á Hverfisgötu í Reykjavík. Vísir/Hanna

Tveir karlmenn voru handteknir eftir að þeir réðust á tvo menn og rændu veski í vesturhluta Reykjavíkur í gærkvöldi. Þá var kona flutt á bráðamóttöku sem tilkynnt var um að hefði dottið og hlotið höfuðmeiðsli.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að lögreglustöðin við Hverfisgötu hafi fengið tilkynningu um ránið og líkamsárásina klukkan átta í gærkvöldi. Í tölvupóstsvari til Vísis segir Páll Briem Magnússon, varðstjóri, að mennirnir tveir hafi ráðist að tveimur öðrum með höggum og spörkum, rænt veski annars þeirra og svo haft sig á brott. Málið sé í vinnslu hjá lögreglu.

Páll hafði ekki frekar upplýsingar um ástand konunnar sem slasaðist. Tilkynnt var um að hún hefði dottið og rekið höfuðið í um klukkan tuttugu mínútur yfir miðnætti. Í dagbók lögreglunnar segir að konan hafi ekki svarað áreiti og hún hafi verið flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.