Fótbolti

Schalke varar Sevilla við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salif Sane og Markus Schubert, leikmenn Schalke, svekkja sig á enn einu tapi Schalke á árinu 2020.
Salif Sane og Markus Schubert, leikmenn Schalke, svekkja sig á enn einu tapi Schalke á árinu 2020. vísir/getty

Spænska úrvalsdeildarliðið Sevilla setti færslu á Twitter-síðu sína í gær þar sem þeir hvöttu enska stuðningsmenn til þess að flykkja sér á bak við liðið en spænska deildin hefst aftur um næstu helgi.

Nokkur lið víðs vegar um Evrópu hafa gert slíkt hið sama og hvatti Sevilla enska stuðningsmenn til þess að styðja Sevilla á Spáni en spænski boltinn byrjar aftur næsta fimmtudag.

Það er ekki bara Sevilla sem hefur farið þessa leið því Schalke gerði slíkt við sama á dögunum. Gengi þeirra eftir að þýski boltinn fór aftur af stað hefur reyndar verið hörmulegt og þeir vöruðu Sevilla-menn við.

Áður en þýski boltinn fór aftur af stað um miðjan maímanúð setti Schalke svipaða færslu inn á sína miðla og gengið hefur ekki verið merkilegt; fjórir tapleikir í fjórum leikjum og einungis eitt mark skorað.

Schalke var lengi vel ofarlega í töflunni en er nú komið niður í 10. sæti deildarinnar. Það er spennandi að sjá hvaða áhrif færslan hefur á Sevilla sem mætir Real Betis í fyrsta leiknum eftir kórónuveiruhléið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×