Ósátt við að Ísland sé auglýst með peysum sem ekki eru prjónaðar hér á landi Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2020 12:40 Fátt er íslenskara en lopapeysan. En það þyrfti að segja Þuríði formanni Handprjónasambandsins tvisvar og aftur þá að þessi peysa sé prjónuð á Íslandi en ekki í Kína. Í gær var keyrð af stað herferð sem gengur út á að auglýsa íslenskar afurðir. Heilsíðuauglýsing birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni: „Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér“. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum er sú nöturlega staðreynd að ein fyrirsætan á myndinni, en á auglýsingunni getur að líta mynd af fjögurra manna fjölskyldu, er í peysu frá Farmers Market. Þuríði Einarsdóttur, sem er formaður Handprjónasambandsins, henni er ekki skemmt: Þuríður Einarsdóttir segir að hér sé alltof langt gengið. „Konan er í peysu sem í fljótu bragði gæti litið út eins og lopapeysa. En þessa peysu má finna á sölusíðunni hjá Farmers Market og það þarf að sýna mér fram á eitthvað annað það ef á að sannfæra mig um að þessi peysa sé ekki prjónuð í Kína eða Litháen,“ segir Þuríður. Pínlegt samhengi Atvinnulífið er líf okkar allra, segir í texta herferðarinnar: „Til að samfélagið okkar virki þurfa ótal þættir að koma saman. Atvinnulífið er þéttriðið net af framleiðslu, verslun og þjónustu, samofið lífinu í landinu. Við eigum allt okkar undir að halda því gangandi. Í hvert sinn sem þú velur íslenskar vörur í búðinni eða kaupir þjónustu af íslensku fyrirtæki hefur þú jákvæð áhrif um allt samfélagið.“ Í auglýsingunni er dregin upp sú mynd að vísitölufjölskyldan fer Gullna hringinn og þá tekur atvinnulífið kipp. „Þegar stelpan í sjoppunni við Geysi fer í klippingu á Selfossi kemur annar kippur…“ Fjölmörg virt íslensk samtök standa að auglýsingaherferðinni, öll þau helstu og standa þau á herðum sjálfu Stjórnarráði Íslands: Veljum íslenskt ... þegar hentar. Þuríður segir þetta skjóta skökku við. Fátt er íslenskara en lopapeysan. Hún segir það auðvitað svo að framleidd séu föt erlendis sem við svo kaupum. „En þegar það er komið út í að láta þetta líta út sem íslenskt en er ekki um leið og verið er að hvetja fólk til að kaupa íslenskt, þá er langt gengið.“ Vont að þau viti ekki betur Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem gerir auglýsinguna. Þuríður hefur sett sig í samband við teiknarann. „Já, stúlkuna sem gerir þessa auglýsingu. Hún var með stílista í þessu. Sá sem velur fötin þetta. Hún vissi ekki betur en að fólkið væri í íslenskum fötum,“ segir Þuríður og segir það eiginlega verra ef eitthvað er. Að við séum komin þangað að fólk viti ekki betur þegar íslenska lopapeysan er annars vegar. Henni þykir það ekki gott til afspurnar. Og allt þetta tiltæki reyndar hið pínlegasta. Uppfært 5. júlí kl. 10:50 Upphafleg fyrirsögn var „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem fréttastofu hefur borist er umrædd peysa ekki framleidd í Kína og er fyrirsögnin því misvísandi. Beðist er velvirðingar á þessu. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Prjónaskapur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Í gær var keyrð af stað herferð sem gengur út á að auglýsa íslenskar afurðir. Heilsíðuauglýsing birtist í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni: „Þegar þú velur íslenskt tekur atvinnulífið við sér“. Það sem hins vegar fer fyrir brjóstið á íslenskum framleiðendum er sú nöturlega staðreynd að ein fyrirsætan á myndinni, en á auglýsingunni getur að líta mynd af fjögurra manna fjölskyldu, er í peysu frá Farmers Market. Þuríði Einarsdóttur, sem er formaður Handprjónasambandsins, henni er ekki skemmt: Þuríður Einarsdóttir segir að hér sé alltof langt gengið. „Konan er í peysu sem í fljótu bragði gæti litið út eins og lopapeysa. En þessa peysu má finna á sölusíðunni hjá Farmers Market og það þarf að sýna mér fram á eitthvað annað það ef á að sannfæra mig um að þessi peysa sé ekki prjónuð í Kína eða Litháen,“ segir Þuríður. Pínlegt samhengi Atvinnulífið er líf okkar allra, segir í texta herferðarinnar: „Til að samfélagið okkar virki þurfa ótal þættir að koma saman. Atvinnulífið er þéttriðið net af framleiðslu, verslun og þjónustu, samofið lífinu í landinu. Við eigum allt okkar undir að halda því gangandi. Í hvert sinn sem þú velur íslenskar vörur í búðinni eða kaupir þjónustu af íslensku fyrirtæki hefur þú jákvæð áhrif um allt samfélagið.“ Í auglýsingunni er dregin upp sú mynd að vísitölufjölskyldan fer Gullna hringinn og þá tekur atvinnulífið kipp. „Þegar stelpan í sjoppunni við Geysi fer í klippingu á Selfossi kemur annar kippur…“ Fjölmörg virt íslensk samtök standa að auglýsingaherferðinni, öll þau helstu og standa þau á herðum sjálfu Stjórnarráði Íslands: Veljum íslenskt ... þegar hentar. Þuríður segir þetta skjóta skökku við. Fátt er íslenskara en lopapeysan. Hún segir það auðvitað svo að framleidd séu föt erlendis sem við svo kaupum. „En þegar það er komið út í að láta þetta líta út sem íslenskt en er ekki um leið og verið er að hvetja fólk til að kaupa íslenskt, þá er langt gengið.“ Vont að þau viti ekki betur Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem gerir auglýsinguna. Þuríður hefur sett sig í samband við teiknarann. „Já, stúlkuna sem gerir þessa auglýsingu. Hún var með stílista í þessu. Sá sem velur fötin þetta. Hún vissi ekki betur en að fólkið væri í íslenskum fötum,“ segir Þuríður og segir það eiginlega verra ef eitthvað er. Að við séum komin þangað að fólk viti ekki betur þegar íslenska lopapeysan er annars vegar. Henni þykir það ekki gott til afspurnar. Og allt þetta tiltæki reyndar hið pínlegasta. Uppfært 5. júlí kl. 10:50 Upphafleg fyrirsögn var „Veljum íslenskt í kínverskri lopapeysu“. Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum sem fréttastofu hefur borist er umrædd peysa ekki framleidd í Kína og er fyrirsögnin því misvísandi. Beðist er velvirðingar á þessu.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Prjónaskapur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira