Komst sjálfur út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 20:41 Bústaðurinn varð alelda á skömmum tíma. Myndin er tekin rétt áður en slökkvilið kom á staðinn. Guðlaugur Ævar Hilmarsson Einn var inni í sumarbústað í Rjúpnastekki við Þingvallavatn þegar eldur kviknaði þar á áttunda tímanum í kvöld. Maðurinn kom sér út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna. Hvellar sprengingar bárust frá húsinu þegar eldurinn barst í gaskúta en mildi þykir að ekki hafi kviknað í fleiri sumarhúsum. „Bústaðurinn er alveg brunninn, hann brann mjög hratt upp af miklum krafti,“ segir Haukur Grönli, aðstoðarslökkvistjóri hjá brunavörnum Árnessýslu í samtali við Vísi. Tillkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og slökkvilið frá Selfossi og Laugarvatni var sent á vettvang. Það skíðlogaði í tré við bústaðinn.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Ekki er vitað um eldsupptök að sögn Hauks en slökkvistarf beindist aðallega að því að hefta útbreiðslu eldsins, sem hafði læst sig í nærliggjandi gróður. Eldurinn barst að endingu ekki í neina sumarbústaði í kring sem Haukur segir mikla mildi. Maður sem var í bústaðnum þegar eldurinn kviknaði kom sér sjálfur út, líkt og áður segir, en fleiri voru ekki inni. Nokkrar háværar sprengingar heyrðust skömmu eftir að eldurinn kviknaði, að sögn sjónarvotts sem hafði samband við fréttastofu nú í kvöld. Haukur kveðst hafa heyrt af sprengingunum og segir að þar hafi líklega verið um að ræða gaskúta, sem hafi sprungið þegar eldurinn komst í tæri við þá. Bústaðurinn er rústir einar.Guðlaugur Ævar Hilmarsson „Og við verðum líka að hafa í huga, og þess vegna er ágætt að taka fram, að biðja fólk að geyma gaskútana utandyra, í læstum geymslum,“ segir Haukur. Lið frá tveimur stöðvum var eftir á vettvangi að slökkva í glæðum nú um klukkutíma eftir að útkallið barst. Hátt í tuttugu manns komu að aðgerðum í kvöld, auk sjúkraflutningamanna og lögreglu. Fleiri myndir af brunanum og aðgerðum slökkviliðs má sjá hér að neðan. Gaskútar virðast hafa sprungið þegar eldurinn komst í þá. Hér má sjá hluta úr gaskút nálægt sumarbústaðnum í kvöld.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Um tuttugu slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins.Brunavarnir árnessýslu Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eldinn.Brunavarnir árnessýslu Sumarbústaðurinn brann fljótt til grunna.Brunavarnir árnessýslu Eldurinn komst í tré og gróður við bústaðinn.Brunavarnir árnessýslu Slökkvilið Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Einn var inni í sumarbústað í Rjúpnastekki við Þingvallavatn þegar eldur kviknaði þar á áttunda tímanum í kvöld. Maðurinn kom sér út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna. Hvellar sprengingar bárust frá húsinu þegar eldurinn barst í gaskúta en mildi þykir að ekki hafi kviknað í fleiri sumarhúsum. „Bústaðurinn er alveg brunninn, hann brann mjög hratt upp af miklum krafti,“ segir Haukur Grönli, aðstoðarslökkvistjóri hjá brunavörnum Árnessýslu í samtali við Vísi. Tillkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og slökkvilið frá Selfossi og Laugarvatni var sent á vettvang. Það skíðlogaði í tré við bústaðinn.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Ekki er vitað um eldsupptök að sögn Hauks en slökkvistarf beindist aðallega að því að hefta útbreiðslu eldsins, sem hafði læst sig í nærliggjandi gróður. Eldurinn barst að endingu ekki í neina sumarbústaði í kring sem Haukur segir mikla mildi. Maður sem var í bústaðnum þegar eldurinn kviknaði kom sér sjálfur út, líkt og áður segir, en fleiri voru ekki inni. Nokkrar háværar sprengingar heyrðust skömmu eftir að eldurinn kviknaði, að sögn sjónarvotts sem hafði samband við fréttastofu nú í kvöld. Haukur kveðst hafa heyrt af sprengingunum og segir að þar hafi líklega verið um að ræða gaskúta, sem hafi sprungið þegar eldurinn komst í tæri við þá. Bústaðurinn er rústir einar.Guðlaugur Ævar Hilmarsson „Og við verðum líka að hafa í huga, og þess vegna er ágætt að taka fram, að biðja fólk að geyma gaskútana utandyra, í læstum geymslum,“ segir Haukur. Lið frá tveimur stöðvum var eftir á vettvangi að slökkva í glæðum nú um klukkutíma eftir að útkallið barst. Hátt í tuttugu manns komu að aðgerðum í kvöld, auk sjúkraflutningamanna og lögreglu. Fleiri myndir af brunanum og aðgerðum slökkviliðs má sjá hér að neðan. Gaskútar virðast hafa sprungið þegar eldurinn komst í þá. Hér má sjá hluta úr gaskút nálægt sumarbústaðnum í kvöld.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Um tuttugu slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins.Brunavarnir árnessýslu Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eldinn.Brunavarnir árnessýslu Sumarbústaðurinn brann fljótt til grunna.Brunavarnir árnessýslu Eldurinn komst í tré og gróður við bústaðinn.Brunavarnir árnessýslu
Slökkvilið Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira