Innlent

Sumar­bú­staður al­elda í upp­sveitum Ár­nes­sýslu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reykurinn sést leggja frá bústaðnum úr talsverðri fjarlægð.
Reykurinn sést leggja frá bústaðnum úr talsverðri fjarlægð.

Eldur kviknaði í sumarbústað í Rjúpnastekki í uppsveitum Árnessýslu nú á áttunda tímanum í kvöld. Bústaðurinn er alelda og eldurinn hefur læst sig í nærliggjandi gróður. Ekki er þó talin hætta á frekari útbreiðslu eldsins, samkvæmt upplýsingum frá Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu.

Slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni voru kallaðir út þegar tilkynning barst um eldinn. Fyrstu menn voru að mæta á staðinn nú um klukkan hálf átta.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×