Innlent

Sumar­bú­staður al­elda í upp­sveitum Ár­nes­sýslu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Reykurinn sést leggja frá bústaðnum úr talsverðri fjarlægð.
Reykurinn sést leggja frá bústaðnum úr talsverðri fjarlægð.

Eldur kviknaði í sumarbústað í Rjúpnastekki í uppsveitum Árnessýslu nú á áttunda tímanum í kvöld. Bústaðurinn er alelda og eldurinn hefur læst sig í nærliggjandi gróður. Ekki er þó talin hætta á frekari útbreiðslu eldsins, samkvæmt upplýsingum frá Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu.

Slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni voru kallaðir út þegar tilkynning barst um eldinn. Fyrstu menn voru að mæta á staðinn nú um klukkan hálf átta.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.