Innlent

Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Áætlað er að uppbygging hverfisins fari fram í tveimur áföngum.
Áætlað er að uppbygging hverfisins fari fram í tveimur áföngum. Reykjavíkurborg

Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17 þar sem byggðin verður kynnt. Áætlað er að uppbygging hverfisins fari fram í tveimur áföngum en stefnt er að því að hefja fyrstu jarðvegsframkvæmdir í lok árs.

Áhersla er lög á að hverfið verði fallegt og sjálfbært þar sem stutt sé í helstu þjónustu og aðgengi að grænum svæðum gott. Gangandi og hjólandi vegfarendur verða í forgangi í allri hönnun hverfisins og samgöngutengingar við hverfið verða frá Einarsnesi í vestri og um nýja vegtengingu í austri sem nær suður fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Fyrri áfangi verkefnisins er innan svæðis sem núverandi flugvallargirðing afmarkar og áætlað er að skipulagsvinna seinni áfangans fari í kynningar- og samþykktarferli vor eða sumar 2021.

Fundurinn hefst klukkan 17 og má fylgjast með honum í beinu streymi hér að neðan.


Tengdar fréttir

Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum

Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.