Innlent

Frið­sam­leg sam­stöðu­mót­mæli á Austur­velli í dag

Sylvía Hall skrifar
Fjöldi fólks er samankominn á Austurvelli þessa stundina.
Fjöldi fólks er samankominn á Austurvelli þessa stundina. vísir/sylvía

Samstöðumótmæli munu fara fram á Austurvelli klukkan 16:30 í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd.

Nokkur þúsund manns hafa boðað komu sína eða lýst yfir áhuga á viðburðinum á Facebook. Þá hefur mikil umræða skapast á samfélagsmiðlum hér heima um ástandið í Bandaríkjunum og fjölmargir Íslendingar lýst yfir stuðningi við mótmælendur á einn eða annan hátt.

Jeffrey Guarino og Asantewa Feaster munu stýra viðburðinum og mun Asantewa einnig flytja ræðu. Aðrir ræðumenn eru þau Derek T. Allen, Thorkell Brynjuson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Dori Levitt Baldvinsson.

Skipuleggjendur mótmælanna voru í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina þar sem þau sögðu mikilvægt að Íslendingar tækju afstöðu um hvar þeir stæðu í heimsmálunum. Mótmælin séu til þess að heiðra minningu George Floyd og annarra sem hafa upplifað samskonar ofbeldi.

„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ sagði Sante Feaster, einn skipuleggjanda mótmælanna.

Skipuleggjendur báðu mótmælendur um að mæta með andlitsgrímur ef þau gætu.vísir/sylvía

Tengdar fréttir

Instagram verður svart í dag

Um heim allan dælast inn myndir á Instagram undir kassamerkinu #blackouttuesday er það gert til að standa þétt við bakið á fólki sem verður fyrir kynþáttafordómum um heim allan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×