„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. júní 2020 22:58 Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Nokkrir bandaríkjamenn sem búa á Íslandi hafa skipulagt fund um samstöðu við mótmælendur í Bandaríkjunum á miðvikudag. Einn skipuleggjenda segir gríðarlega mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Þau Dori Levett Baldvinsson , Derek T. Allan og Sante Feaster eru frá Bandaríkjunum en búa á Íslandi. Þau hafa upplifað varnarleysi síðustu daga og ákváðu ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum að skipuleggja samstöðufund við mótmælendur í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. „Þetta verður friðsamleg samkoma til að heiðra George Floyd og allt það fólk á undan honum sem hefur verið ranglega myrt,“ segir Dori Levett Baldvinsson. „Við erum að gera þetta til þess að varpa ljósi á aðstæðurnar í Bandaríkjunum og víða um heiminn,“ segir Derek T. Allen. Mótmælin séu í raun orðin alþjóðleg hreyfing en samstöðufundir hafa verið haldnir í borgum víða um heim í dag. „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ segir Sante Feaster. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd, tíminn sem George var haldið niðri af lögreglunni áður en hann lést. „Það er til að fólk skilji hve löng þessi stund er,“ segir Dori. Þau vona að þau hafi stuðning lögreglunnar hér á landi. „Íslenska lögreglan hefur látið í sér heyra til stuðnings við „Blue lives matter“ undanfarið. Þá vitum við hvar hún stendur varðandi „Black lives matter“ því að vera lögreglumaður er starfsval. Að vera svartur er ekki val,“ segir Sante. Þarna er væntanlega vísað í Instragram færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem myllumerkið #BlueLivesMatter var notað undir myndbandi af lögreglumönnum dansa. Blue lives matter er hreyfing lögreglumanna sem stofnuð var sem svar við Black lives matter hreyfingunni í Bandaríkjunum. Eftir gagnrýni tók lögreglan millumerkið út, sagði það hafa verið sett inn af kunnáttuleysi og baðst afsökunar. Ekkert þeirra segist hafa upplifað ofbeldi af hálfu lögreglunnar hér á landi. Derek upplifði þó óeðlilegar aðstæður í eitt skipti er hann hafði verið viðstaddur mótmæli gegn brottvísun hælisleitenda. „Ég var að ganga hérna fram hjá Alþingishúsinu þegar allt í einu birtist hópur lögreglumanna. Þeir höfðu ekki afskipti af mér en þetta gerði mig dálítið órólegan.“ Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Nokkrir bandaríkjamenn sem búa á Íslandi hafa skipulagt fund um samstöðu við mótmælendur í Bandaríkjunum á miðvikudag. Einn skipuleggjenda segir gríðarlega mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Þau Dori Levett Baldvinsson , Derek T. Allan og Sante Feaster eru frá Bandaríkjunum en búa á Íslandi. Þau hafa upplifað varnarleysi síðustu daga og ákváðu ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum að skipuleggja samstöðufund við mótmælendur í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. „Þetta verður friðsamleg samkoma til að heiðra George Floyd og allt það fólk á undan honum sem hefur verið ranglega myrt,“ segir Dori Levett Baldvinsson. „Við erum að gera þetta til þess að varpa ljósi á aðstæðurnar í Bandaríkjunum og víða um heiminn,“ segir Derek T. Allen. Mótmælin séu í raun orðin alþjóðleg hreyfing en samstöðufundir hafa verið haldnir í borgum víða um heim í dag. „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ segir Sante Feaster. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd, tíminn sem George var haldið niðri af lögreglunni áður en hann lést. „Það er til að fólk skilji hve löng þessi stund er,“ segir Dori. Þau vona að þau hafi stuðning lögreglunnar hér á landi. „Íslenska lögreglan hefur látið í sér heyra til stuðnings við „Blue lives matter“ undanfarið. Þá vitum við hvar hún stendur varðandi „Black lives matter“ því að vera lögreglumaður er starfsval. Að vera svartur er ekki val,“ segir Sante. Þarna er væntanlega vísað í Instragram færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem myllumerkið #BlueLivesMatter var notað undir myndbandi af lögreglumönnum dansa. Blue lives matter er hreyfing lögreglumanna sem stofnuð var sem svar við Black lives matter hreyfingunni í Bandaríkjunum. Eftir gagnrýni tók lögreglan millumerkið út, sagði það hafa verið sett inn af kunnáttuleysi og baðst afsökunar. Ekkert þeirra segist hafa upplifað ofbeldi af hálfu lögreglunnar hér á landi. Derek upplifði þó óeðlilegar aðstæður í eitt skipti er hann hafði verið viðstaddur mótmæli gegn brottvísun hælisleitenda. „Ég var að ganga hérna fram hjá Alþingishúsinu þegar allt í einu birtist hópur lögreglumanna. Þeir höfðu ekki afskipti af mér en þetta gerði mig dálítið órólegan.“
Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58