Segir landsliðsþjálfara Englands hafa sýnt liðinu óvirðingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2020 16:00 Phil Neville hughreystir hér Ellen White eftir tapið í undanúrslitaleik HM. Getty/Marc Atkins Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, lét þau orð falla á dögunum að starf hans hjá landsliðinu hafi verið ætlað sem stökkpallur fyrir hann og myndi auka líkur hans á að fá starf hjá félagsliði. Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands, hefur gagnrýnt Neville fyrir ummælin en samningur hans við enska knattspyrnusambandið gildir þangað til í júlí á næsta ári eða rétt áður en Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að fara fram. Williams telur að með ummælum sínum sé Neville að sýna liðinu, sem og kvennaknattspyrnu yfir höfuð, óvirðingu. „Staðreyndin að hann segi að hann sé að nota landsliðið okkar sem stökkpall veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Williams í viðtali við Sky Sports en alls hefur hún leikið 172 leiki fyrir A-landslið Englands. „Þessi ummæli særa mig þó svo að ég sé ekki lengur í landsliðinu þá veit ég hvað það þýðir fyrir stelpurnar að klæðast treyjunni og starfslið liðsins. Svona ummæli eru óþörf og ég tel að þetta sýni leik okkar óvirðingu,“ sagði Williams einnig. „Áætlun mín var alltaf að taka þrjú ár með enska landsliðinu og reyna svo að komast að hjá félagsliði í Englandi, sem er það sem ég hef alltaf viljað gera. Þetta hefur verið frábært og ég hef elskað hverja mínútu af starfi mínu en ég fæ ekki að hitta leikmennina það mikið. Það er það sem þú vilt, þú vilt hafa áhrif á hverjum degi,“ sagði Neville í viðtali við Keys & Gray á beIN Sports í síðustu viku. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf Neville hjá enska landsliðinu en á þremur árum með liðið hefði hann átt að fara á HM, EM og Ólympíuleika. Búið er að færa EM frá 2021 til 2022 og Ólympíuleikana frá 2020 til 2021. Nú gæti verið að hann nái aðeins einu stórmóti. Mun Neville aðstoða enska knattspyrnusambandið við að finna eftirmann sinn en Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, og Casey Stone, þjálfari Manchester United, eru taldar líklegastar til að taka við. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Phil Neville, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins, lét þau orð falla á dögunum að starf hans hjá landsliðinu hafi verið ætlað sem stökkpallur fyrir hann og myndi auka líkur hans á að fá starf hjá félagsliði. Fara Williams, leikjahæsta landsliðskona Englands, hefur gagnrýnt Neville fyrir ummælin en samningur hans við enska knattspyrnusambandið gildir þangað til í júlí á næsta ári eða rétt áður en Ólympíuleikarnir í Tókýó eiga að fara fram. Williams telur að með ummælum sínum sé Neville að sýna liðinu, sem og kvennaknattspyrnu yfir höfuð, óvirðingu. „Staðreyndin að hann segi að hann sé að nota landsliðið okkar sem stökkpall veldur mér miklum vonbrigðum,“ sagði Williams í viðtali við Sky Sports en alls hefur hún leikið 172 leiki fyrir A-landslið Englands. „Þessi ummæli særa mig þó svo að ég sé ekki lengur í landsliðinu þá veit ég hvað það þýðir fyrir stelpurnar að klæðast treyjunni og starfslið liðsins. Svona ummæli eru óþörf og ég tel að þetta sýni leik okkar óvirðingu,“ sagði Williams einnig. „Áætlun mín var alltaf að taka þrjú ár með enska landsliðinu og reyna svo að komast að hjá félagsliði í Englandi, sem er það sem ég hef alltaf viljað gera. Þetta hefur verið frábært og ég hef elskað hverja mínútu af starfi mínu en ég fæ ekki að hitta leikmennina það mikið. Það er það sem þú vilt, þú vilt hafa áhrif á hverjum degi,“ sagði Neville í viðtali við Keys & Gray á beIN Sports í síðustu viku. Kórónufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á starf Neville hjá enska landsliðinu en á þremur árum með liðið hefði hann átt að fara á HM, EM og Ólympíuleika. Búið er að færa EM frá 2021 til 2022 og Ólympíuleikana frá 2020 til 2021. Nú gæti verið að hann nái aðeins einu stórmóti. Mun Neville aðstoða enska knattspyrnusambandið við að finna eftirmann sinn en Jill Ellis, fyrrum landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, og Casey Stone, þjálfari Manchester United, eru taldar líklegastar til að taka við.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Phil Neville að hætta með enska landsliðið Það verður að öllum líkindum tilkynnt á morgun að Phil Neville sé hættur sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta. Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu en gefið verður út á morgun hvort að Neville verði áfram með liðið eða ekki. 22. apríl 2020 17:31