Fótbolti

Lið Söndru Maríu fyrst inn í undanúrslitin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sandra María og liðsfélagar hennar fagna því að vera komnar í undanúrslit.
Sandra María og liðsfélagar hennar fagna því að vera komnar í undanúrslit. Vísir/Þýska Knattspyrnusambandið

Bayer Leverkusen, lið Söndru Maríu Jessen, varð í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í fótbolta. Liðið lagði þá Hoffenheim af velli, lokatölur 3-2 Leverkusen í vil eftir framlengdan leik.

Maximiliane Rall kom Hoffenheim yfir undir lok fyrri hálfleiks og leiddu gestirnir í hálfleik. Milena Nikolic jafnaði metin fyrir Leverkusen um miðbik síðari hálfleiks og þar við sat, því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni var það króatíska landsliðskonan Ivena Rudelic sem steig upp fyrir Leverkusen en hún skoraði tvívegis áður en Hoffenheim náði að klóra í bakkann.

Lokatölur 3-2 og Leverkusen þar með fyrsta liðið inn í undanúrslitin en 8-liða úrslitin klárast í dag. Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg mæta B-deildarliði Gutersloh og ættu því að eiga greiða leið inn í undanúrslitin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.