Innlent

Á­kærður fyrir að nauðga tveimur konum með alz­heimer

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness.
Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm

Karlmaður um sjötugt hefur verið ákærður fyrir að nauðga tveimur konum um áttrætt sem báðar voru með langt genginn alzheimer. RÚV greinir frá og hefur upp úr ákæru gegn manninum.

Í ákærunni, sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjaness nú í maí, er maðurinn sagður hafa nauðgað annarri konunni vorið 2017. Hann er sakaður um að hafa notfært sér að konan hafi verið með heilabilun og alzheimer-sjúkdóm á háu stigi. Hún hefði því ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.

Þá er manninum gefið að sök að hafa nauðgað hinni konunni þrisvar haustið 2018. Hann hafi, líkt og í fyrra tilfellinu, notfært sér alzheimer-sjúkdóm sem konan var með og hún þannig ekki getað spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.

Fram kemur í frétt RÚV að konurnar krefjist hvor um sig tveggja milljóna króna í miskabætur frá manninum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×