Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2020 16:39 Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. AP/Matt Rourke Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Mikil mótmæli hafa blossað upp víða um Bandaríkin undanfarna daga eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður þrýsti hné sínu á háls hans í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Drápið á Floyd er eitt af mýmörgum atvikum þar sem hvítir lögreglumenn hafa valdið dauða óvopnaðra blökkumanna undanfarin ár. Óeirðir og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum sums staðar en lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ofsafengin viðbrögð og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta mótmælendum og óeirðaseggjum með ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gærkvöldi hótaði forsetinn meðal annars að siga hernum á mótmælendur. Joe Biden, sem að öllum líkindum verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningum í nóvember, hélt til Fíladelfíu í dag. þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu utan heimaríkis síns Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Þar hét Biden því að græða sár bandarísku þjóðarinnar. „Landið kallar eftir forystu, forystu sem getur sameinað okkur,“ sagði Biden í ávarpi sínu. Lýsti hann dauða Floyd sem vakningu fyrir þjóðina um að hún yrði að bregðast við kerfisbundinni kynþáttahyggju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki látið þetta augnablik hjá líða haldandi að við getum snúið okkur í burtu og gert ekkert. Við getum ekki gert það,“ sagði Biden sem lofaði að ala hvorki á ótta né sundrung sem forseti. Heimsókn Trump forseta fyrir utan St. John‘s-kirkjuna í Washington-borg varð Biden sérstakt tilefni til gagnrýni. Trump lét rýma Lafayette-torg á milli Hvíta hússins og kirkjunnar til að hann gæti látið mynda sig með Biblíuna þar. Herlögreglumenn skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að reka þá af torginu. „Okkur gæti fyrirgefist að halda að forsetinn hefði meiri áhuga á völdum en á grunngildum,“ sagði Biden um Trump. Dauði George Floyd Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Sjá meira
Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. Mikil mótmæli hafa blossað upp víða um Bandaríkin undanfarna daga eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður þrýsti hné sínu á háls hans í fleiri mínútur í Minneapolis í síðustu viku. Drápið á Floyd er eitt af mýmörgum atvikum þar sem hvítir lögreglumenn hafa valdið dauða óvopnaðra blökkumanna undanfarin ár. Óeirðir og gripdeildir hafa fylgt mótmælunum sums staðar en lögreglan hefur einnig verið gagnrýnd fyrir ofsafengin viðbrögð og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum. Trump forseti hefur brugðist við með því að hóta mótmælendum og óeirðaseggjum með ofbeldi. Í ávarpi við Hvíta húsið í gærkvöldi hótaði forsetinn meðal annars að siga hernum á mótmælendur. Joe Biden, sem að öllum líkindum verður forsetaefni Demókrataflokksins í kosningum í nóvember, hélt til Fíladelfíu í dag. þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu utan heimaríkis síns Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Þar hét Biden því að græða sár bandarísku þjóðarinnar. „Landið kallar eftir forystu, forystu sem getur sameinað okkur,“ sagði Biden í ávarpi sínu. Lýsti hann dauða Floyd sem vakningu fyrir þjóðina um að hún yrði að bregðast við kerfisbundinni kynþáttahyggju, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki látið þetta augnablik hjá líða haldandi að við getum snúið okkur í burtu og gert ekkert. Við getum ekki gert það,“ sagði Biden sem lofaði að ala hvorki á ótta né sundrung sem forseti. Heimsókn Trump forseta fyrir utan St. John‘s-kirkjuna í Washington-borg varð Biden sérstakt tilefni til gagnrýni. Trump lét rýma Lafayette-torg á milli Hvíta hússins og kirkjunnar til að hann gæti látið mynda sig með Biblíuna þar. Herlögreglumenn skutu táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum til að reka þá af torginu. „Okkur gæti fyrirgefist að halda að forsetinn hefði meiri áhuga á völdum en á grunngildum,“ sagði Biden um Trump.
Dauði George Floyd Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Sjá meira
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39
Biskup fordæmir kirkjuheimsókn Bandaríkjaforseta Biskup í Washington D.C. hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir heimsókn sína í St. Johns biskupakirkjuna í grennd við Hvíta húsið í gær. Mótmælendur í grennd við kirkjuna voru beittir táragasi til þess að rýma svæðið fyrir myndatöku forsetans. 2. júní 2020 07:55