Enski boltinn

Guardiola hefur áhuga á að þjálfa landslið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grímuklæddur Guardiola á æfingasvæðinu.
Grímuklæddur Guardiola á æfingasvæðinu. getty/Tom Flathers

Pep Guardiola hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem þjálfari félagsliðs og hann vill prófa sig sem þjálfari landsliðs.

Þetta sagði bróðir hans og umboðsmaður, Pere Guardiola, í samtali við Globo Esporte í Brasilíu er hann var spurður hvort Pep hefði áhuga á að taka við brasilíska landsliðinu.

„Brasilía hefur unnið allt með brasilískum þjálfurum en það þurfa ekki alltaf að vera heimamenn. Pep dreymir um að þjálfa landslið einn daginn en við sjáum hvað gerist. Það er ekki á dagskránni núna,“ sagði Pere.

Argentínska knattspyrnusambandið vildi fá Guardiola til að taka við Argentínu eftir heimsmeistaramótið 2018. Ekkert varð þó úr því.

Guardiola lék 47 leiki fyrir spænska landsliðið á sínum tíma. Þá lék hann sjö leiki fyrir landslið Katalóníu.

Fyrsti leikur Guardiola og strákanna hans í Manchester City eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins er gegn Arsenal á Etihad 17. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×