Innlent

Mikið tjón eftir eld í tví­lyftu húsi í Borgar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkviliðsstjóri segir tjónið mikið enda efri hæð hússins ónýt.
Slökkviliðsstjóri segir tjónið mikið enda efri hæð hússins ónýt. Aðsend

Fjögurra manna fjölskyldu tókst að komast út fyrir eigin rammleik eftir að eldur kom upp á efri hæð í tvílyftu húsi í Borgarfirði í nótt.

Tilkynning um eldinn barst Slökkviliði Borgarbyggðar nokkru fyrir klukkan fimm í nótt og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. RÚV sagði fyrst frá málinu.

Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir í samtali við Vísi að mannskapur sé enn á staðnum þar sem verið er að leita að eldhreiðrum í klæðningu með aðstoð hitamyndavéla.

Bjarni Kristinn segir tjónið mikið enda efri hæð hússins ónýt.

Vísir/Jóhann K.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.