Fótbolti

Leipzig heldur í við Dortmund í baráttunni um annað sætið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Timo Werner var á skotskónum í kvöld.
Timo Werner var á skotskónum í kvöld. vísir/getty

RB Leipzig heldur í við Borussia Dortmund í baráttunni um annað sætið í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta en félagið vann FC Köln 4-2 á útivelli í eina leik dagsins.

Þrátt fyrir að vinna leikinn á endanum með tveggja marka mun lentu Leipzig menn í vandræðum í upphafi leiks en Jhon Cordoba kom heimamönnum yfir strax á sjöundi mínútu. Patrick Schick jafnaði metin fyrir gestina á þeirri tuttugustu og tæpum tuttugu mínútum síðar kom Christopher Nkunku gestunum yfir. 

Staðan 2-1 í hálfleik.

Timo Werner, einn heitasti framherji Evrópu á þessari leiktíð, lét sitt ekki eftir liggja og skoraði þriðja mark Leipzig í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Peter Gulacsi, markverði liðsins. Werner hefur nú komið að 32 mörkum í 29 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Anthony Modeste minnkaði muninn fyrir Köln á 55. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Daniel Olmo fyrir gestina. Staðan orðin 4-2 og reyndust það lokatölur.

Leipzig styrkir stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar þar sem liðið er með 58 stig, tveimur minna en Dortmund og tveimur meira en Borussia Mönchengladbach. Köln er í 11. sæti með 34 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.