Fótbolti

Leipzig heldur í við Dortmund í baráttunni um annað sætið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Timo Werner var á skotskónum í kvöld.
Timo Werner var á skotskónum í kvöld. vísir/getty

RB Leipzig heldur í við Borussia Dortmund í baráttunni um annað sætið í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta en félagið vann FC Köln 4-2 á útivelli í eina leik dagsins.

Þrátt fyrir að vinna leikinn á endanum með tveggja marka mun lentu Leipzig menn í vandræðum í upphafi leiks en Jhon Cordoba kom heimamönnum yfir strax á sjöundi mínútu. Patrick Schick jafnaði metin fyrir gestina á þeirri tuttugustu og tæpum tuttugu mínútum síðar kom Christopher Nkunku gestunum yfir. 

Staðan 2-1 í hálfleik.

Timo Werner, einn heitasti framherji Evrópu á þessari leiktíð, lét sitt ekki eftir liggja og skoraði þriðja mark Leipzig í upphafi síðari hálfleiks eftir sendingu frá Peter Gulacsi, markverði liðsins. Werner hefur nú komið að 32 mörkum í 29 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Anthony Modeste minnkaði muninn fyrir Köln á 55. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Daniel Olmo fyrir gestina. Staðan orðin 4-2 og reyndust það lokatölur.

Leipzig styrkir stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar þar sem liðið er með 58 stig, tveimur minna en Dortmund og tveimur meira en Borussia Mönchengladbach. Köln er í 11. sæti með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×