Enski boltinn

Bosnich um Eið Smára: Hann á skilið alla þá virðingu sem hann fær

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bosnich í leik með Manchester United gegn Valencia.
Bosnich í leik með Manchester United gegn Valencia. EPA/JUAN CARLOS CARDENAS

Mark Bosnich, fyrrum markvörður Aston Villa, Manchester United og Chelsea fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen í viðtali við íslenska hlaðvarpið Steve Dagskrá.

Steve Dagskrá er hlaðvarp í umsjón Vilhjálms Freys Hallssonar og Andra Geirs Gunnarssonar. Vilhjálmur Freyr er gallharður Aston Villa maður og tókst að sannfæra Mark Bosnich um að mæta í létt viðtal við þá félaga.

Í þættinum fóru þeir yfir ferilinn hjá Bosnich en hann lék alls 179 leiki fyrir Aston Villa á árunum 1992 til 1999. Þá lék hann með Chelsea frá árunum 2001 til 2003 þar sem hann var samherji Eiðs Smára.

„Eiður Smári var frábær leikmaður. Eiður á skilið alla þá virðingu sem hann fær því hann var frábær leikmaður. Hann fór til Barcelona og það segir sig í rauninni sjálft að hann var stórkostlegur leikmaður,“ sagði Bosnich.

„Þegar kom að því að klára færin var Eiður stórkostlegur. Hann var einn af þeim á æfingum sem var nær ómögulegt að verja frá,“ sagði Bosnich að lokum um gæðin sem Eiður bjó yfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.