Fótbolti

Ranieri bannar tæklingar á æfingum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Claudio Ranieri hefur ákveðið að banna tæklingar á æfingum Sampdoria.
Claudio Ranieri hefur ákveðið að banna tæklingar á æfingum Sampdoria. Vísir/Getty

Claudio Ranieri, þjálfari Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni, hefur ákveðið að banna leikmönnum liðsins að tækla hvorn annan á æfingum. Þetta gerir hann til að minnka meiðslahættu leikmanna sem eru að snúa aftur til baka eftir tveggja mánaðar hlé vegna kórónufaraldursins.

Stefnt er að því að hefja leik að nýju í ítölsku úrvalsdeildinni í júní en félögin eru nýfarin að æfa aftur. Þó leikmenn hafi verið duglegir að æfa sjálfir á meðan samkomubanninu á Ítalíu stóð þá er alltaf aukin meiðslahætta sem fylgir því að fara að æfa saman á nýjan leik.

Ranieri bendir á að meiðslatíðni leikmanna í Þýskalandi hefur þrefaldast síðan deildin fór aftur af stað og ljóst að leikmenn eru í töluvert verra ásigkomulagi nú en áður en deildirnar voru settar á ís.

Þjálfarinn, sem gerði Leicester City eftirminnilega að Englandsmeisturum árið 2016, hefur því ákveðið að engar tæklingar skuli eiga sér stað fyrr en hann telji leikmenn sína komna í nægilega gott líkamlegt ásigkomulag.

Sampdoria er sem stendur í 16. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 26 stig, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.