Íslenski boltinn

Fyrsta mót sumarsins fór fram í dag | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrsta knattspyrnumót sumarsins fór fram í dag.
Fyrsta knattspyrnumót sumarsins fór fram í dag. Mynd/Stöð 2 Sport

Fyrsta knattspyrnumót sumarsins fór fram í Laugardalnum í dag er VÍS-mót Þróttar hófst. Þar léku ungir iðkendur listir sínar og ljóst að krakkarnir gætu ekki verið ánægðari með að komast aftur á völlinn.

Í Sportpakka Stöðvar 2 ræddi Júlíana Þóra Hálfdánardóttir við Bjarnólf Lárusson, fyrrum atvinnumann í knattspyrnu og mótastjóra mótsins, um breytingarnar sem hefur þurft að gera á mótinu kórónufaraldursins.

„Við viljum sýna gott fordæmi í þessu móti fram á við fyrir önnur mót í sumar,“ sagði Bjarnólfur en frétt um VÍS-mótið og viðtalið við Bjarnólf má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Ungir knattspyrnuiðkendur hófu keppni á fyrsta móti sumarsins í Laugardalnum í dag


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.