Fótbolti

Sandra María lék allan leikinn í tapi Leverkusen

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sandra María lék allan leikinn á hægri kanti.
Sandra María lék allan leikinn á hægri kanti. Vísir/Getty

Landsliðskonan Sandra María Jessen lék allan leikinn er Bayer Leverkusen tapaði 2-0 á heimavelli gegn Duisburg í þýsku úrvalsdeildinni. Lék Sandra María á hægri kantinum en hún líkt og aðrir leikmenn Leverkusen átti engin svör við varnarleik Duisburg í dag.

Hin unga Nina Lange kom Duisburg yfir strax á fjórðu mínútu leiksins og var svo aftur á ferðinni undir lok fyrri hálfleiks. Reyndust mörkin ekki fleiri og Leverkusen missti þar með af mikilvægum stigum í fallbaráttunni en liðið er aðeins sex stigum frá fallsæti. 

Eftir leikinn er Leverkusen með 13 stig í níunda sæti en alls eru tólf lið í deildinni. Duisburg situr sæti neðar í töflunni og nú munar aðeins einu stigi á liðunum, þá hafa Sandra María og liðsfélagar hennar leikið einum leik meira.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.