Fótbolti

Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hér má sjá McKennie í leiknum en á fyrirliðabandinu stendur „Justice for George.“
Hér má sjá McKennie í leiknum en á fyrirliðabandinu stendur „Justice for George.“ EPA-EFE/BERND THISSEN

Fyrirliði Schalke 04 skrifaði „Justice for George“ á fyrirliðaband sitt er Schalke mætti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Hinn 21 árs gamli Weston McKennie bar fyrirliðabandið en hann hefur leikið 19 A-landsleiki fyrir Bandaríkin þrátt fyrir ungan aldur. Þá hefur hann leikið fyrir öll yngri landslið Bandaríkjanna.

Hann, líkt og svo margir aðrir Bandaríkjamenn, vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis á dögunum. Í kjölfar morðsins hafa uppþot og óeirðir átt sér stað víða í Bandaríkjunum. 

Þá hafa ýmsir íþróttamenn gallað eftir réttlæti og Weston hefur ákveðð að vekja athygli á málinu með því að breyta fyrirliðabandi sínu. 

Schalke tapaði leiknum 0-1 og situr sem stendur í 10. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Útgöngubann sett á í Minneapolis

Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, hefur sett á útgöngubann í borginni sem tekur gildi klukkan 20 í kvöld að staðartíma.

Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd

Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.