Brynjar telur andskota kvótakerfisins vart með öllum mjalla Jakob Bjarnar skrifar 28. maí 2020 11:08 Brynjar telur uppnámið sem risið hefur vegna Samherjamálsins og svo seinna þess gjörnings þegar afkomendur Samherjamanna fengu fyrirtækið í fangið ekki til fagnaðar. visir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kvótakerfið að umfjöllunarefni í grein sem hann birtir á Vísi. Hann telur þá reiði og heift sem hann merkir vegna Samherjamálsins og svo þess þegar Samherjabörn fengu fyrirtækið í fangið, ekki til fagnaðar. Að pissa í skóinn sinn „Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum,“ segir Brynjar og gagnrýnir harðlega hugmyndir sem settar hafa verið fram, svo sem aukna skattlagningu á útgerðina. „Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.“ Enn fráleitari þykir Brynjari hugmyndir sem til að mynda Viðreisn hefur talað fyrir og ganga út á að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. „Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla.“ Jón Baldvin og þjófnaður um hábjartan dag Brynjar beinir í grein sinni spjótum að ýmsum svo sem fjölmiðlinum Kjarnanum sem hann kallar „skoðanamiðil“ og Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra sem ritaði grein um kvótakerfið sem birtist þar. Brynjar nefnir hann þó ekki á nafn heldur kallar aldinn stjórnmálamann. „Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerir kvótakerfið að umfjöllunarefni í grein sem hann birtir á Vísi. Hann telur þá reiði og heift sem hann merkir vegna Samherjamálsins og svo þess þegar Samherjabörn fengu fyrirtækið í fangið, ekki til fagnaðar. Að pissa í skóinn sinn „Iðulega þegar heiftin og reiðin ræður för grauta menn saman ólíkum hlutum, ekki síst stjórnmálamenn á vinstri vængnum,“ segir Brynjar og gagnrýnir harðlega hugmyndir sem settar hafa verið fram, svo sem aukna skattlagningu á útgerðina. „Margir halda að hagsmunir þjóðarinnar felist í því að skattleggja útveginn meira með hærri veiðigjöldum að því að þjóðin fái ekki nægan arð af auðlindinni. Nú er það samt svo að arðgreiðslur úr greininni er minni en í öðrum atvinnugreinum. Það myndi að sjálfsögðu drepa mörg útgerðarfyrirtæki og hafa veruleg neikvæð áhrif á byggðirnar, auk þess að veikja samkeppnishæfni greinarinnar. Það væri eins og að pissa í skóinn sinn.“ Enn fráleitari þykir Brynjari hugmyndir sem til að mynda Viðreisn hefur talað fyrir og ganga út á að innkalla allar veiðiheimildir og selja síðan hæstbjóðanda. „Mjög merkilegt þegar stjórnmálamenn, sem búa til kerfi þar sem veiðiheimildir ganga kaupum og sölu, halda að það sé rétt og eðlilegt að afturkalla þær bótalaust í einum grænum af útgerðum sem hafa skuldsett sig upp á milljarða til að kaupa kvóta, og ætla svo að selja það hæstbjóðanda. Ætla menn að kalla það gjafakvóta áfram? Hvað ætla menn að gera ef svo vildi til að þessi hæstbjóðandi myndi nú hagnast eftir uppboðið svo ég tali nú ekki um að afkomendur hans erfi þann hagnað? Það er eins og menn séu ekki með öllum mjalla.“ Jón Baldvin og þjófnaður um hábjartan dag Brynjar beinir í grein sinni spjótum að ýmsum svo sem fjölmiðlinum Kjarnanum sem hann kallar „skoðanamiðil“ og Jóni Baldvin Hannibalssyni fyrrverandi utanríkisráðherra sem ritaði grein um kvótakerfið sem birtist þar. Brynjar nefnir hann þó ekki á nafn heldur kallar aldinn stjórnmálamann. „Las grein eftir einn slíkan í einum af þessum skoðanamiðlum sem kalla sig fjölmiðla. Þar gagnrýnir hann fyrirkomulag fiskveiðikerfisins og segir að arðinum á þjóðareigninni hafi verið stolið um hábjartan dag í pólitísku skjóli stjórnvalda. Vísar hann til þess að eignarhluti í Samherja færðist eigna barna eigendanna. En þessi aldni og skemmtilegi maður var forystumaður í íslenskri pólitík á níunda áratug síðustu aldar og í ríkisstjórn þegar framsalinu á aflaheimildum var komið á. Skrítið að sami maðurinn tali um þjófnað á auðlindinni um hábjartan dag og varpi ábyrgðinni á aðra.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Fjölmiðlar Alþingi Tengdar fréttir Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41 Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Samherjabörnin fá hlutabréfin frá foreldrunum Fjórir aðaleigendur útgerðarfyrirtækisins Samherja, þar af forstjórinn Þorsteinn Már Baldvinsson, hafa framselt hlutabréfaeign sína í fyrirtækinu til barna sinna. 15. maí 2020 13:41
Fiskveiðiauðlindin Brynjar Níelsson ritar um kvótakerfið en hann telur þá reiði og heift sem hefur sýnt sig vegna Samherjamálsins og nýlegs erfðamáls sjávarútvegsfyrirtækisins ekki til fagnaðar. 28. maí 2020 11:00